Spá stöðugleika í fasteignaverði á Íslandi á næstu þremur árum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 14. ágúst 2019 07:00 Ari Skúlason, hagfræðingur í Hagfræðideild Landsbankans. Fréttablaðið/Vilhelm „Við erum að spá því að næstu þrjú ár verði raunverð á húsnæði nokkurn veginn óbreytt og að hækkun fasteignaverðs verði í takt við verðbólguna,“ segir Ari Skúlason, hagfræðingur í hagfræðideild Landsbankans. „Þannig að við erum að tala um í mesta lagi 3 til 4 prósenta hækkanir á ári, næstu tvö til þrjú ár. Það er mjög lítið vegna þess að meðalhækkunin um það bil frá aldamótum fram á síðasta ár var 9,5 prósent – að meðtöldu hruninu og öllu saman á þeim tíma,“ bendir Ari á. Aðspurður um skýringu segir Ari hana vera þá að hagkerfið sé að verða mun stöðugra. „Það eru auðvitað þættir sem hafa áhrif á þetta, eins og framboð á húsnæði og framboð á leiguhúsnæði. Hvort tveggja er að aukast mjög mikið sem hægir svo á þannig að kaupgleðin er ekki eins mikil og hún hefur oft verið.“ Ari játar því að þessi vænta þróun séu góð tíðindi fyrir heildarmyndina í efnahagslífinu. „Þegar eitthvað er fyrirsjáanlegt og eitthvað sem maður getur reiknað með að standist þá er það náttúrlega gott.“ Úr tölum má lesa að þegar kaupverð fasteigna æddi áfram á árunum 2016 til 2017 fylgdi leiguverð húsnæðis ekki með. Að jafnaði hefur leiguverð hækkað um rúmlega 90 prósent af þeirri hækkun sem orðið hefur á kaupverði fasteigna frá því í ársbyrjun 2014. „Síðan hefur þetta haldist nokkurn veginn í sama ferli en leiguverðið samt hækkað aðeins meira síðasta eitt og hálfa árið eða svo,“ segir Ari. Þetta þýðir að húsaleiga hefur frá því í ársbyrjun 2018 hækkað heldur meira en kaupverð fasteigna. Ari undirstrikar þó að leiguverð og húsnæðisverð haldist að jafnaði í hendur yfir lengri tíma. Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Húsnæðismál Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
„Við erum að spá því að næstu þrjú ár verði raunverð á húsnæði nokkurn veginn óbreytt og að hækkun fasteignaverðs verði í takt við verðbólguna,“ segir Ari Skúlason, hagfræðingur í hagfræðideild Landsbankans. „Þannig að við erum að tala um í mesta lagi 3 til 4 prósenta hækkanir á ári, næstu tvö til þrjú ár. Það er mjög lítið vegna þess að meðalhækkunin um það bil frá aldamótum fram á síðasta ár var 9,5 prósent – að meðtöldu hruninu og öllu saman á þeim tíma,“ bendir Ari á. Aðspurður um skýringu segir Ari hana vera þá að hagkerfið sé að verða mun stöðugra. „Það eru auðvitað þættir sem hafa áhrif á þetta, eins og framboð á húsnæði og framboð á leiguhúsnæði. Hvort tveggja er að aukast mjög mikið sem hægir svo á þannig að kaupgleðin er ekki eins mikil og hún hefur oft verið.“ Ari játar því að þessi vænta þróun séu góð tíðindi fyrir heildarmyndina í efnahagslífinu. „Þegar eitthvað er fyrirsjáanlegt og eitthvað sem maður getur reiknað með að standist þá er það náttúrlega gott.“ Úr tölum má lesa að þegar kaupverð fasteigna æddi áfram á árunum 2016 til 2017 fylgdi leiguverð húsnæðis ekki með. Að jafnaði hefur leiguverð hækkað um rúmlega 90 prósent af þeirri hækkun sem orðið hefur á kaupverði fasteigna frá því í ársbyrjun 2014. „Síðan hefur þetta haldist nokkurn veginn í sama ferli en leiguverðið samt hækkað aðeins meira síðasta eitt og hálfa árið eða svo,“ segir Ari. Þetta þýðir að húsaleiga hefur frá því í ársbyrjun 2018 hækkað heldur meira en kaupverð fasteigna. Ari undirstrikar þó að leiguverð og húsnæðisverð haldist að jafnaði í hendur yfir lengri tíma.
Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Húsnæðismál Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira