Tölvuforrit geti brenglað verð til Íslands Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. ágúst 2019 11:00 Tölvuyrki höfðu meiri áhuga á ferðum til Íslands en raunverulegir ferðalangar ef marka má úttekt netöryggisfyrirtækisins. Getty/Oscar Bjarnason Áhugi tölvuyrkja (e. bot) á ferðalögum til Íslands í júlí var meiri en áhugi ferðalanga af holdi og blóði. Yrkin geta hermt eftir raunverulegri eftirspurn og þannig haft merkjanleg áhrif á flugmiðaverð til vinsælla áfangastað. Þetta kemur fram í úttekt ísraelska netöryggisfyrirtækisins PerimeterX, sem m.a. sérhæfir sig í þjónustu við ferðaþjónustufyrirtæki. Ferðaskrifstofur, sölusíður og önnur ferðaþjónustufyrirtæki eru í auknum mæli farin að nota yrki til að betrumbæta reikningsaðferðir sínar með það fyrir augum að bregðast við eftirspurnarsveiflum og bæta kjör til viðskiptavina. Yrkin sé þó jafnframt hægt að nota til ýmis konar myrkraverka. Í úttektinni segir m.a. að hægt sé að nota þau til að herma eftir viðskiptavinum, taka frá flugmiða eða hótelgistingu og þannig koma í veg fyrir að alvöru viðskiptavinir geta pantað sömu vöru og þjónustu. Með þessu sé hægt að falsa eftirspurn með tilheyrandi verðhækkunum, jafnvel senda hálffullar flugvélar í loftið og fækka gistinóttum. Í úttekt PerimeterX kemur fram að flest yrki séu ræst út um það leyti sem fólk sé einna helst að íhuga utanlandsferðir, þ.e. yfir köldu vetrarmánuðina. Fjöldi ferðaþjónustuyrkja hafi aukist um 37 prósent frá fyrra ári og nefnir PerimeterX einna helst tvær ástæður fyrir þessari fjölgun: Þjónusta yrkjanna sé orðin ódýrari og að fleiri, stór ferðaþjónustufyrirtæki séu farin að nýta sér yrkja í harðri samkeppninni.Hlutfall yrkja af heildaráhuga á völdum flugvöllum.perimeterxÍ úttektinni segir að í júlí síðastliðnum hafi „áhugi yrkja“ á ýmsum nafntoguðum flugvöllum verið meiri en áhugi almennra neytenda. Fjögur dæmi eru nefnd í þssu samhengi: Keflavíkurflugvöllur, alþjóðaflugvellirnir í Hamborg og Berlín auk Palma de Mallorca-flugvallarins á spænsku eyjunni Mallorca. Þannig hafi næstum 83 prósent allra sem leituðu að flugvallarkóða Keflavíkurflugvallar, KEF, í júlí verið yrki. Þessi mikla yrkjaumferð er talin geta brenglað (e. badly skew) reikniforritin sem ákvarði verð, enda geri þau það ekki síst út frá eftirspurn. PerimeterX segist gruna að yrkin sem leituðu til Íslands og Mallorca hafi verið peð í verðstríði ferðaþjónustufyrirtækja sem selja ferðir til eyjanna tveggja. Yrkin séu þannig notuð til að betrumbæta fyrrnefnd reikniforrit með því að grandskoða sætaframboð og verðbreytingar hjá keppinautunum, með það fyrir augum að teikna upp verð sem sé hagstætt fyrir viðskiptavininn en um leið hámarki hagnað fyrirtækjanna. Nánar má fræðast um úttekt PerimeterX á heimasíðu netöryggisfyrirtækisins. Ferðamennska á Íslandi Ísrael Tækni Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Sjá meira
Áhugi tölvuyrkja (e. bot) á ferðalögum til Íslands í júlí var meiri en áhugi ferðalanga af holdi og blóði. Yrkin geta hermt eftir raunverulegri eftirspurn og þannig haft merkjanleg áhrif á flugmiðaverð til vinsælla áfangastað. Þetta kemur fram í úttekt ísraelska netöryggisfyrirtækisins PerimeterX, sem m.a. sérhæfir sig í þjónustu við ferðaþjónustufyrirtæki. Ferðaskrifstofur, sölusíður og önnur ferðaþjónustufyrirtæki eru í auknum mæli farin að nota yrki til að betrumbæta reikningsaðferðir sínar með það fyrir augum að bregðast við eftirspurnarsveiflum og bæta kjör til viðskiptavina. Yrkin sé þó jafnframt hægt að nota til ýmis konar myrkraverka. Í úttektinni segir m.a. að hægt sé að nota þau til að herma eftir viðskiptavinum, taka frá flugmiða eða hótelgistingu og þannig koma í veg fyrir að alvöru viðskiptavinir geta pantað sömu vöru og þjónustu. Með þessu sé hægt að falsa eftirspurn með tilheyrandi verðhækkunum, jafnvel senda hálffullar flugvélar í loftið og fækka gistinóttum. Í úttekt PerimeterX kemur fram að flest yrki séu ræst út um það leyti sem fólk sé einna helst að íhuga utanlandsferðir, þ.e. yfir köldu vetrarmánuðina. Fjöldi ferðaþjónustuyrkja hafi aukist um 37 prósent frá fyrra ári og nefnir PerimeterX einna helst tvær ástæður fyrir þessari fjölgun: Þjónusta yrkjanna sé orðin ódýrari og að fleiri, stór ferðaþjónustufyrirtæki séu farin að nýta sér yrkja í harðri samkeppninni.Hlutfall yrkja af heildaráhuga á völdum flugvöllum.perimeterxÍ úttektinni segir að í júlí síðastliðnum hafi „áhugi yrkja“ á ýmsum nafntoguðum flugvöllum verið meiri en áhugi almennra neytenda. Fjögur dæmi eru nefnd í þssu samhengi: Keflavíkurflugvöllur, alþjóðaflugvellirnir í Hamborg og Berlín auk Palma de Mallorca-flugvallarins á spænsku eyjunni Mallorca. Þannig hafi næstum 83 prósent allra sem leituðu að flugvallarkóða Keflavíkurflugvallar, KEF, í júlí verið yrki. Þessi mikla yrkjaumferð er talin geta brenglað (e. badly skew) reikniforritin sem ákvarði verð, enda geri þau það ekki síst út frá eftirspurn. PerimeterX segist gruna að yrkin sem leituðu til Íslands og Mallorca hafi verið peð í verðstríði ferðaþjónustufyrirtækja sem selja ferðir til eyjanna tveggja. Yrkin séu þannig notuð til að betrumbæta fyrrnefnd reikniforrit með því að grandskoða sætaframboð og verðbreytingar hjá keppinautunum, með það fyrir augum að teikna upp verð sem sé hagstætt fyrir viðskiptavininn en um leið hámarki hagnað fyrirtækjanna. Nánar má fræðast um úttekt PerimeterX á heimasíðu netöryggisfyrirtækisins.
Ferðamennska á Íslandi Ísrael Tækni Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Sjá meira