VR fer í hart gegn smálánafyrirtækjum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. ágúst 2019 22:39 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður Verslunarmannafélags Reykjavíkur. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Stjórn VR samþykkti í kvöld að fara í samstarf með Neytendasamtökunum til þess að berjast gegn smálánum og harkalegum innheimtuaðgerðum þeim tengdum. VR mun meðal annars leggja út fyrir kostnaði vegna lögfræðivinnu í tengslum við baráttu gegn ólögmætri innheimtu smálánafyrirtækja. Neytendasamtökin hafa að undanförnu staðið í mikilli baráttu við félagið Almenna innheimta sem innheimt hefur skuldir fyrir smálánafyrirtækið. Hafa samtökin meðal annars kallað eftir því að innheimtuaðgerðir félagsins verið skoðar. Nú hyggst VR standa við hlið Neytendasamtakanna í þessari baráttu. „Við munum bæði leggja fram lögfræðiaðstoð til þess að kanna réttarstöðu þessara einstaklinga gagnvart innheimtufyrirtækinu Almenn innheimta, gagnvart Sparisjóði Strandamanna og fjármálafyrirtækjum sem skuldfæra af reikningum fólks upphæðir sem eru langt umfram það sem var gefin í upphafi og síðan með fjárstuðningi til að taka á móti fólki og halda utan um þau mál sem koma inn til Neytendasamtakanna,“ segir Ragnar í samtali við Vísi.Heimasíða smálánafyrirtækisins Hraðpeninga.FBL/ValliVerkefnið snúist um að hvetja þá sem tekið hafi smálán að greiða ekki af lánunum nema fyrir liggi skýr sundurliðun á höfuðstól og öðrum kostnaði þannig að hægt sé að tryggja það að fólk sé ekki að greiða umfram löglegan kostnað við þessi lán. „Það virðist vera þannig í okkar samfélagi að þessi skítabusiness fái að þrífast óáreittir þrátt fyrir tilraunir samtaka eins og Neytendasamtakanna til að reyna að kalla fram einhverja réttarbót fyrir þá sem lenda í vítahring þessara lána,“ segir Ragnar Þór.Fyrst og fremst að styðja við baráttu Neytendasamtakanna Neytendasamtökin hafa sakað Almenna innheimtu um að neita viðskiptavinum um sundurliðun á lánum og að ekki hafi verið látið af innheimtu ólögregla lána. Í fréttatilkynningu sögðust fyrr í sumar Neytendasamtökin „standa ráðþrota gagnvart þessu framferði.“ VR stígur nú inn til þess að létta Neytendasamtökunum undir. „Við erum fyrst og fremst að styðja við baráttu Neytendasamtakanna sem eru að mörgu leyti fjársvelt í svona málum sem koma upp og geta kostað umtalsverða fjármuni að fara með svona mál fyrir dómstóla, senda stefnur eða fá lögbann. Sérstaklega þar sem samtökin ráðstafa því litla fjármagni sem þau hafa í að halda út kjarnastarfsemi og því lítið svigrúm til að fara í fullum krafi í önnur mál.“ Smálán Tengdar fréttir „Neytendasamtökin telja fullreynt að höfða til samvisku Gísla Kr. Björnssonar“ Neytendasamtökin hafa fengið sig fullsödd af lögmanninum Gísla Kr. Björnssyni sökum fullyrðinga hans um framgöngu Almennrar innheimtu ehf., sem samtökin segja að standist ekki skoðun. 31. júlí 2019 11:35 Almenn innheimta með málið í skoðun Í yfirlýsingu Neytendasamtakanna segir að til félagsins streymi enn ábendingar og fyrirspurnir frá fólki sem tekið hafi smálán sem séu í innheimtu hjá Almennri innheimtu. 1. ágúst 2019 08:00 Munu fylgjast grannt með innheimtu smálána Umboðsmaður skuldara hefur langa reynslu af smálánum, í fyrra og árið á undan hefur meira en helmingur sem þangað leitar glímt við sligandi smálánaskuldir. 27. júlí 2019 07:30 Neytendasamtökin krefjast tafarlauss endurútreiknings smálána Í fréttatilkynningu frá Neytendasamtökunum er farið fram á að Almenn innheimta ehf. stöðvi innheimtu og láti umboðsmann skuldara fá öll nauðsynleg gögn og segja mjög hafa skort á upplýsingagjöf frá Almennri innheimtu efh. til lántakenda. Meira en helmingur þeirra sem leituðu til Umboðsmanns skuldara í fyrra höfðu tekið smálán. 26. júlí 2019 12:16 Mest lesið Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Play tekur flugið til Agadir Viðskipti innlent Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Viðskipti innlent Arion vill sameinast Kviku Viðskipti innlent Ætla ekki að láta norska olíusjóðinn sniðganga Ísrael Viðskipti Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Viðskipti innlent Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Viðskipti innlent „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum Viðskipti innlent Bein útsending: Ársfundur Samáls Viðskipti innlent Fleiri fréttir Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Sjá meira
Stjórn VR samþykkti í kvöld að fara í samstarf með Neytendasamtökunum til þess að berjast gegn smálánum og harkalegum innheimtuaðgerðum þeim tengdum. VR mun meðal annars leggja út fyrir kostnaði vegna lögfræðivinnu í tengslum við baráttu gegn ólögmætri innheimtu smálánafyrirtækja. Neytendasamtökin hafa að undanförnu staðið í mikilli baráttu við félagið Almenna innheimta sem innheimt hefur skuldir fyrir smálánafyrirtækið. Hafa samtökin meðal annars kallað eftir því að innheimtuaðgerðir félagsins verið skoðar. Nú hyggst VR standa við hlið Neytendasamtakanna í þessari baráttu. „Við munum bæði leggja fram lögfræðiaðstoð til þess að kanna réttarstöðu þessara einstaklinga gagnvart innheimtufyrirtækinu Almenn innheimta, gagnvart Sparisjóði Strandamanna og fjármálafyrirtækjum sem skuldfæra af reikningum fólks upphæðir sem eru langt umfram það sem var gefin í upphafi og síðan með fjárstuðningi til að taka á móti fólki og halda utan um þau mál sem koma inn til Neytendasamtakanna,“ segir Ragnar í samtali við Vísi.Heimasíða smálánafyrirtækisins Hraðpeninga.FBL/ValliVerkefnið snúist um að hvetja þá sem tekið hafi smálán að greiða ekki af lánunum nema fyrir liggi skýr sundurliðun á höfuðstól og öðrum kostnaði þannig að hægt sé að tryggja það að fólk sé ekki að greiða umfram löglegan kostnað við þessi lán. „Það virðist vera þannig í okkar samfélagi að þessi skítabusiness fái að þrífast óáreittir þrátt fyrir tilraunir samtaka eins og Neytendasamtakanna til að reyna að kalla fram einhverja réttarbót fyrir þá sem lenda í vítahring þessara lána,“ segir Ragnar Þór.Fyrst og fremst að styðja við baráttu Neytendasamtakanna Neytendasamtökin hafa sakað Almenna innheimtu um að neita viðskiptavinum um sundurliðun á lánum og að ekki hafi verið látið af innheimtu ólögregla lána. Í fréttatilkynningu sögðust fyrr í sumar Neytendasamtökin „standa ráðþrota gagnvart þessu framferði.“ VR stígur nú inn til þess að létta Neytendasamtökunum undir. „Við erum fyrst og fremst að styðja við baráttu Neytendasamtakanna sem eru að mörgu leyti fjársvelt í svona málum sem koma upp og geta kostað umtalsverða fjármuni að fara með svona mál fyrir dómstóla, senda stefnur eða fá lögbann. Sérstaklega þar sem samtökin ráðstafa því litla fjármagni sem þau hafa í að halda út kjarnastarfsemi og því lítið svigrúm til að fara í fullum krafi í önnur mál.“
Smálán Tengdar fréttir „Neytendasamtökin telja fullreynt að höfða til samvisku Gísla Kr. Björnssonar“ Neytendasamtökin hafa fengið sig fullsödd af lögmanninum Gísla Kr. Björnssyni sökum fullyrðinga hans um framgöngu Almennrar innheimtu ehf., sem samtökin segja að standist ekki skoðun. 31. júlí 2019 11:35 Almenn innheimta með málið í skoðun Í yfirlýsingu Neytendasamtakanna segir að til félagsins streymi enn ábendingar og fyrirspurnir frá fólki sem tekið hafi smálán sem séu í innheimtu hjá Almennri innheimtu. 1. ágúst 2019 08:00 Munu fylgjast grannt með innheimtu smálána Umboðsmaður skuldara hefur langa reynslu af smálánum, í fyrra og árið á undan hefur meira en helmingur sem þangað leitar glímt við sligandi smálánaskuldir. 27. júlí 2019 07:30 Neytendasamtökin krefjast tafarlauss endurútreiknings smálána Í fréttatilkynningu frá Neytendasamtökunum er farið fram á að Almenn innheimta ehf. stöðvi innheimtu og láti umboðsmann skuldara fá öll nauðsynleg gögn og segja mjög hafa skort á upplýsingagjöf frá Almennri innheimtu efh. til lántakenda. Meira en helmingur þeirra sem leituðu til Umboðsmanns skuldara í fyrra höfðu tekið smálán. 26. júlí 2019 12:16 Mest lesið Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Viðskipti innlent Play tekur flugið til Agadir Viðskipti innlent Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Viðskipti innlent Arion vill sameinast Kviku Viðskipti innlent Ætla ekki að láta norska olíusjóðinn sniðganga Ísrael Viðskipti Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Viðskipti innlent Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Viðskipti innlent „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum Viðskipti innlent Bein útsending: Ársfundur Samáls Viðskipti innlent Fleiri fréttir Arion vill sameinast Kviku Birta lista yfir kaupendur: Á annað þúsund keypti fyrir tuttugu milljónir Bein útsending: Ársfundur Samáls Vilja að stjórnvöld greiði leið kísilversins á Bakka Play tekur flugið til Agadir Halla nýr yfirlögfræðingur Emblu Medical Stöðva rekstur á Bakka í júlí og segja 80 manns upp störfum Heimar mega kaupa Grósku Tap útgerðarinnar vegna fjárfestinga í fiskeldi nemur milljörðum 4,5 milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Ráðin forstöðumaður söludeildar TVG-Zimsen Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Sjá meira
„Neytendasamtökin telja fullreynt að höfða til samvisku Gísla Kr. Björnssonar“ Neytendasamtökin hafa fengið sig fullsödd af lögmanninum Gísla Kr. Björnssyni sökum fullyrðinga hans um framgöngu Almennrar innheimtu ehf., sem samtökin segja að standist ekki skoðun. 31. júlí 2019 11:35
Almenn innheimta með málið í skoðun Í yfirlýsingu Neytendasamtakanna segir að til félagsins streymi enn ábendingar og fyrirspurnir frá fólki sem tekið hafi smálán sem séu í innheimtu hjá Almennri innheimtu. 1. ágúst 2019 08:00
Munu fylgjast grannt með innheimtu smálána Umboðsmaður skuldara hefur langa reynslu af smálánum, í fyrra og árið á undan hefur meira en helmingur sem þangað leitar glímt við sligandi smálánaskuldir. 27. júlí 2019 07:30
Neytendasamtökin krefjast tafarlauss endurútreiknings smálána Í fréttatilkynningu frá Neytendasamtökunum er farið fram á að Almenn innheimta ehf. stöðvi innheimtu og láti umboðsmann skuldara fá öll nauðsynleg gögn og segja mjög hafa skort á upplýsingagjöf frá Almennri innheimtu efh. til lántakenda. Meira en helmingur þeirra sem leituðu til Umboðsmanns skuldara í fyrra höfðu tekið smálán. 26. júlí 2019 12:16