Lífið

Macaulay Cul­kin grínast með endur­gerð Home Alone

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Macaulay Culkin grínaðist með nýtt útlit Home Alone.
Macaulay Culkin grínaðist með nýtt útlit Home Alone. getty/Axelle

Það hefur varla farið fram hjá neinum að Disney hyggst endurgera klassísku jólamyndina Home Alone. Myndin var gefin út árið 1990 og var gífurlega vinsæl, bæði þá og enn í dag.

Macaulay Culkin, sem lék aðalhlutverkið í upprunalegu myndinni, birti mynd á Twitter og sagði að svona myndi endurgerðin líta út:


„Disney, hringið í mig!“ tísti hann svo.

Disney hyggst endurgera nokkrar klassískar kvikmyndir, þar á meðal Cheaper By the Dozen, Night at the Museum og Diary of a Wimpy Kid. Myndirnar verða allar sýndar á nýrri streymisveitu Disney, Disney+.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.