Lífið

Macaulay Cul­kin grínast með endur­gerð Home Alone

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Macaulay Culkin grínaðist með nýtt útlit Home Alone.
Macaulay Culkin grínaðist með nýtt útlit Home Alone. getty/Axelle
Það hefur varla farið fram hjá neinum að Disney hyggst endurgera klassísku jólamyndina Home Alone. Myndin var gefin út árið 1990 og var gífurlega vinsæl, bæði þá og enn í dag.Macaulay Culkin, sem lék aðalhlutverkið í upprunalegu myndinni, birti mynd á Twitter og sagði að svona myndi endurgerðin líta út:„Disney, hringið í mig!“ tísti hann svo.Disney hyggst endurgera nokkrar klassískar kvikmyndir, þar á meðal Cheaper By the Dozen, Night at the Museum og Diary of a Wimpy Kid. Myndirnar verða allar sýndar á nýrri streymisveitu Disney, Disney+.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.