Hlutabréf General Electric hríðféllu eftir ásakanir um gríðarleg fjársvik Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. ágúst 2019 23:21 Harry Markopolos kom auga á sviksamlegt athæfi Bernie Maddoff. Vísir/Getty Maðurinn sem koma auga á umfangsmikið pýramída-svindl Bernie Madoff hefur birt skýrslu þar sem hann sakar bandaríska stórfyrirtækið General Electric um að fela gríðarlegt meint tap fyrirtækisins með ólögmætum bókhaldsfærslum. Hann segir hin meintu fjársvikin vera umfangsmeiri en Enron-málið á sínum tíma. General Electric hefur dregið heilindi skýrsluhöfundar í efa og bent á að hann muni hagnast á skortsölu á hlutabréfum í fyrirtækinu. Harry Markopolos sérhæfir sig í rannsóknum á fjármálagerningum og í 175 blaðsíðna skýrslu sakaði hann General Electric um að fela 38 milljarða dollara tap, jafnvirði um fimm þúsund milljarða íslenskra króna. Í skýrslunni staðhæfir Markopolos að fjárhagsstaða General Electric sé mun verri en fyrirtækið hefur gefið upp. Segir hann að meint svik fyrirtækisins nemi um 40 prósent af markaðsvirði General Electric og því sé um gríðarlega umsvifamikil fjársvik að ræða, mun stærri en Enron-hneykslið sem knésetti eitt stærsta orkufyrirtæki heims i upphafi 21. aldarinnar, eitt stærsta gjaldþrot sögunnar.Margir kannast við merki General Electric.Vísir/GettyMarkaðir í Bandaríkjunum tóku ekki vel í skýrslu Markopolos en hlutabréf General Electric féllu um 11 prósent í dag eftir að fregnir um innihald skýrslunnar brutust út. Forsvarsmenn fyrirtækisins segja að ekki sé hægt að taka mark á skýrslu Markopolos þar sem hann hafi viðurkennt að hafa látið ónefndan vogunarsjóð fá eintak af skýrslunni áður en hún var gefin út. Þá hefur hann viðurkennt að fá prósentur af hagnaði vogunarsjóðsins vegna skortsölu á hlutabréfum General Electric. Stjórnarformaður General Electric segir að útgáfa skýrslunnar sé hreint og klárt dæmi um markaðsmisnotkun og að fjölmargar staðreyndavillur megi finna í skýrslu Markopolos. Greinendur á markaði eru efins um skýrsluna en í frétt Reuters er því þó haldið til haga að til séu greinendur á Wall Street sem lengi hafi haft áhyggjur af fjárstreymi og afskriftum General Electric. Þá hafi fyrirtækið upplýst um að bókhaldsfærslur fyrirtækisins færi í rannsókn hjá bandaríska dómsmálaráðuneytinu. Bandaríkin Mest lesið Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent „Þetta er bara algjörlega galið“ Neytendur Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Neytendur Skipta dekkin máli? Samstarf Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Viðskipti innlent Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Edda Rós til Hagstofunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Maðurinn sem koma auga á umfangsmikið pýramída-svindl Bernie Madoff hefur birt skýrslu þar sem hann sakar bandaríska stórfyrirtækið General Electric um að fela gríðarlegt meint tap fyrirtækisins með ólögmætum bókhaldsfærslum. Hann segir hin meintu fjársvikin vera umfangsmeiri en Enron-málið á sínum tíma. General Electric hefur dregið heilindi skýrsluhöfundar í efa og bent á að hann muni hagnast á skortsölu á hlutabréfum í fyrirtækinu. Harry Markopolos sérhæfir sig í rannsóknum á fjármálagerningum og í 175 blaðsíðna skýrslu sakaði hann General Electric um að fela 38 milljarða dollara tap, jafnvirði um fimm þúsund milljarða íslenskra króna. Í skýrslunni staðhæfir Markopolos að fjárhagsstaða General Electric sé mun verri en fyrirtækið hefur gefið upp. Segir hann að meint svik fyrirtækisins nemi um 40 prósent af markaðsvirði General Electric og því sé um gríðarlega umsvifamikil fjársvik að ræða, mun stærri en Enron-hneykslið sem knésetti eitt stærsta orkufyrirtæki heims i upphafi 21. aldarinnar, eitt stærsta gjaldþrot sögunnar.Margir kannast við merki General Electric.Vísir/GettyMarkaðir í Bandaríkjunum tóku ekki vel í skýrslu Markopolos en hlutabréf General Electric féllu um 11 prósent í dag eftir að fregnir um innihald skýrslunnar brutust út. Forsvarsmenn fyrirtækisins segja að ekki sé hægt að taka mark á skýrslu Markopolos þar sem hann hafi viðurkennt að hafa látið ónefndan vogunarsjóð fá eintak af skýrslunni áður en hún var gefin út. Þá hefur hann viðurkennt að fá prósentur af hagnaði vogunarsjóðsins vegna skortsölu á hlutabréfum General Electric. Stjórnarformaður General Electric segir að útgáfa skýrslunnar sé hreint og klárt dæmi um markaðsmisnotkun og að fjölmargar staðreyndavillur megi finna í skýrslu Markopolos. Greinendur á markaði eru efins um skýrsluna en í frétt Reuters er því þó haldið til haga að til séu greinendur á Wall Street sem lengi hafi haft áhyggjur af fjárstreymi og afskriftum General Electric. Þá hafi fyrirtækið upplýst um að bókhaldsfærslur fyrirtækisins færi í rannsókn hjá bandaríska dómsmálaráðuneytinu.
Bandaríkin Mest lesið Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent „Þetta er bara algjörlega galið“ Neytendur Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Neytendur Skipta dekkin máli? Samstarf Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Viðskipti innlent Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Edda Rós til Hagstofunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira