Viðskipti innlent

Veitur endurgreiða 50 þúsund viðskiptavinum

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Af 3,7 milljarða króna tekjum vatnsveitna Veitna árið 2016 nemur leiðréttingin 440 milljónum.
Af 3,7 milljarða króna tekjum vatnsveitna Veitna árið 2016 nemur leiðréttingin 440 milljónum. Vísir/vilhelm
Veitur hafa leiðrétt vatnsgjöld ársins 2016 í kjölfar úrskurðar í vor. Leiðréttingin nær til vatnsveitnanna í Reykjavík, á Akranesi, í Grundarfirði og Stykkishólmi, eða um 50 þúsund viðskiptavina. Í flestum tilvikum gengur leiðréttingin til lækkunar á vatnsgjöldum með gjalddaga nú í september, að því er fram kemur í tilkynningu frá Veitum.Í vor komst samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið að þeirri niðurstöðu að vatnsgjald á tiltekna íbúð í Reykjavík vegna ársins 2016, sem kært var til ráðuneytisins, hafi verið of hátt.„Þótt Veitum þyki úrskurðurinn óljós um sumt var ákveðið að una niðurstöðunni og voru vatnsgjöldin því endurreiknuð með tilliti til hennar. Það leiddi til þess að gjaldið hefur verið leiðrétt hjá öllum viðskiptavinum áðurnefndra vatnsveitna,“ segir í tilkynningu.Af 3,7 milljarða króna tekjum vatnsveitna Veitna árið 2016 nemur leiðréttingin 440 milljónum. Hún dreifist á um 50 þúsund greiðendur og þar af eru mörg fyrirtæki. Hver og einn getur séð endurgreiðsluna hér.Hér má svo nálgast frekari upplýsingar um endurgreiðsluna.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HEIMA
4,76
1
154
BRIM
1,82
7
315.738
REITIR
0,56
2
17.880
SJOVA
0,25
3
4.814
ORIGO
0,16
1
23

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-7,61
7
473
LEQ
-1,51
1
2.387
MAREL
-1,27
5
168.910
SYN
-0,41
1
244
ICESEA
0
1
18
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.