Icelandair endurgreiddi farþega í mætingarskyldumáli en hafnaði ábyrgð Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. ágúst 2019 18:48 Framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Icelandair sagði í viðtali við Stöð 2 í síðasta mánuði að málið snúist um samkomulag milli alþjóðlegra flugfélaga. Vísir/vilhelm Icelandair hefur gengið að öllum kröfum farþega síns sem taldi sig órétti beittan með svokölluðu mætingarskylduákvæði (e. no-show clause) og endurgreitt honum tjónið. Formaður Neytendasamtakanna setur þó spurningamerki við það að flugfélagið hafi ekki viðurkennt ábyrgð í málinu. Í mætingarskylduákvæðinu er kveðið á um að ef farþegi getur ekki nýtt sér einn legg flugleiðar fellir Icelandair, eða viðkomandi flugfélag, niður aðra flugleggi leiðarinnar án þess að endurgreiða farmiðana. Í tilkynningu frá Neytendasamtökunum segir að umræddur viðskiptavinur, sem er félagsmaður í samtökunum, hafi vakið athygli á því við samtökin í vor að Icelandair hefði beitt hann ákvæðinu. Þá hafði hann reynt án árangurs að fá endurgreitt. Í kjölfarið reyndu Neytendasamtökin að hafa milligöngu um málið en varð ekkert ágengt. Farþeginn skaut málinu því til úrskurðarnefndar Samtaka ferðaþjónustunnar og Neytendasamtakanna en áður en málið kom til efnislegrar meðferðar gekk Icelandair að öllum kröfum félagsmannsins og bætti honum tjónið. Flugfélagið sagði greiðsluna þó framkvæmda án viðurkenningar á ábyrgð af hálfu félagsins og með fyrirvara um réttmæti kröfunnar.Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna.Vísir/Þorbjörn ÞórðarsonBreki Karlsson formaður Neytendasamtakanna hefur ítrekað gagnrýnt mætingarskylduákvæðið og sagt það brjóta í bága við lög. Breki segist í samtali við Vísi fagna því að farþeginn hafi fengið endurgreitt. „Það er mjög algengt að Icelandair beri fyrir sig þessari mætingarskyldureglu og við höfum margsinnis fundað og sent erindi til Icelandair þar sem við teljum hana ekki standast lög. Þess vegna hlökkuðum við til að fá úrskurð frá úrskurðarnefndinni, en það verður ekki, en auðvitað fögnum við því að Icelandair hafi gengið að kröfum neytandans.“ Breki setur þó spurningarmerki við það að Icelandair hafi ekki viðurkennt sök. „Við teljum að ástæðan fyrir því að þeir greiði sig frá þessu sé að þeir viti upp á sig sökina,“ segir Breki. Hann segir farþegann ekki hafa viljað gefa upp hversu há endurgreiðsluupphæðin hafi verið.Sjá einnig: Vill að Icelandair felli niður skilmála um mætingarskyldu í flug Þá bendir Breki á að dómar sem fallið hafa í sambærilegum mætingarskyldumálum í Evrópu hafi allir fallið neytendum í hag. Það sé í raun tímaspursmál hvenær ákvæðið verði bannað. „Þetta er eins og að þú myndir kaupa þér miða á landsleik og vera svo meinaður aðgangur að seinni hálfleik.“ Í tilkynningu Neytendasamtakanna er því beint til neytenda sem hafa orðið fyrir mætingarskylduákvæðinu að hafa samband við Icelandair og krefjast bóta. „Því varla munu þeir mismuna farþegum sínum.“ Vísir hefur sent Icelandair fyrirspurn vegna málsins. Framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Icelandair sagði í viðtali við Stöð 2 í síðasta mánuði að málið snúist um samkomulag milli alþjóðlegra flugfélaga. Þá hafi félagið verið með málið til skoðunar í svolítinn tíma og fylgst grannt með þróuninni á alþjóðavettvangi. Fréttir af flugi Icelandair Neytendur Tengdar fréttir Vill að Icelandair felli niður skilmála um mætingarskyldu í flug Reglan þekkist víða um heim en hún er þannig að mæti farþegi ekki í fyrri legg flugferðar fellir flugfélagið niður aðra leggi ferðarinnar. 22. júlí 2019 21:00 Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Flytja Friday's innan Smáralindar og fjölga stöðunum Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Icelandair hefur gengið að öllum kröfum farþega síns sem taldi sig órétti beittan með svokölluðu mætingarskylduákvæði (e. no-show clause) og endurgreitt honum tjónið. Formaður Neytendasamtakanna setur þó spurningamerki við það að flugfélagið hafi ekki viðurkennt ábyrgð í málinu. Í mætingarskylduákvæðinu er kveðið á um að ef farþegi getur ekki nýtt sér einn legg flugleiðar fellir Icelandair, eða viðkomandi flugfélag, niður aðra flugleggi leiðarinnar án þess að endurgreiða farmiðana. Í tilkynningu frá Neytendasamtökunum segir að umræddur viðskiptavinur, sem er félagsmaður í samtökunum, hafi vakið athygli á því við samtökin í vor að Icelandair hefði beitt hann ákvæðinu. Þá hafði hann reynt án árangurs að fá endurgreitt. Í kjölfarið reyndu Neytendasamtökin að hafa milligöngu um málið en varð ekkert ágengt. Farþeginn skaut málinu því til úrskurðarnefndar Samtaka ferðaþjónustunnar og Neytendasamtakanna en áður en málið kom til efnislegrar meðferðar gekk Icelandair að öllum kröfum félagsmannsins og bætti honum tjónið. Flugfélagið sagði greiðsluna þó framkvæmda án viðurkenningar á ábyrgð af hálfu félagsins og með fyrirvara um réttmæti kröfunnar.Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna.Vísir/Þorbjörn ÞórðarsonBreki Karlsson formaður Neytendasamtakanna hefur ítrekað gagnrýnt mætingarskylduákvæðið og sagt það brjóta í bága við lög. Breki segist í samtali við Vísi fagna því að farþeginn hafi fengið endurgreitt. „Það er mjög algengt að Icelandair beri fyrir sig þessari mætingarskyldureglu og við höfum margsinnis fundað og sent erindi til Icelandair þar sem við teljum hana ekki standast lög. Þess vegna hlökkuðum við til að fá úrskurð frá úrskurðarnefndinni, en það verður ekki, en auðvitað fögnum við því að Icelandair hafi gengið að kröfum neytandans.“ Breki setur þó spurningarmerki við það að Icelandair hafi ekki viðurkennt sök. „Við teljum að ástæðan fyrir því að þeir greiði sig frá þessu sé að þeir viti upp á sig sökina,“ segir Breki. Hann segir farþegann ekki hafa viljað gefa upp hversu há endurgreiðsluupphæðin hafi verið.Sjá einnig: Vill að Icelandair felli niður skilmála um mætingarskyldu í flug Þá bendir Breki á að dómar sem fallið hafa í sambærilegum mætingarskyldumálum í Evrópu hafi allir fallið neytendum í hag. Það sé í raun tímaspursmál hvenær ákvæðið verði bannað. „Þetta er eins og að þú myndir kaupa þér miða á landsleik og vera svo meinaður aðgangur að seinni hálfleik.“ Í tilkynningu Neytendasamtakanna er því beint til neytenda sem hafa orðið fyrir mætingarskylduákvæðinu að hafa samband við Icelandair og krefjast bóta. „Því varla munu þeir mismuna farþegum sínum.“ Vísir hefur sent Icelandair fyrirspurn vegna málsins. Framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Icelandair sagði í viðtali við Stöð 2 í síðasta mánuði að málið snúist um samkomulag milli alþjóðlegra flugfélaga. Þá hafi félagið verið með málið til skoðunar í svolítinn tíma og fylgst grannt með þróuninni á alþjóðavettvangi.
Fréttir af flugi Icelandair Neytendur Tengdar fréttir Vill að Icelandair felli niður skilmála um mætingarskyldu í flug Reglan þekkist víða um heim en hún er þannig að mæti farþegi ekki í fyrri legg flugferðar fellir flugfélagið niður aðra leggi ferðarinnar. 22. júlí 2019 21:00 Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Flytja Friday's innan Smáralindar og fjölga stöðunum Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Vill að Icelandair felli niður skilmála um mætingarskyldu í flug Reglan þekkist víða um heim en hún er þannig að mæti farþegi ekki í fyrri legg flugferðar fellir flugfélagið niður aðra leggi ferðarinnar. 22. júlí 2019 21:00