Viðskipti innlent

Icelandair hafnar tengslum við vildarpunktasíðu

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Icelandair gerir ekki ráð fyrir því að vildarpunktar félagsins gangi kaupum og sölum.
Icelandair gerir ekki ráð fyrir því að vildarpunktar félagsins gangi kaupum og sölum. Vísir/vilhelm
Flugfélagið Icelandair er með engum hætti tengt vefsíðunni vildarpunktar.com. Þar býðst notendum að selja vildarpunkta sína í skiptum fyrir peninga. Þetta kemur fram í svari Ásdísar Pétursdóttur, upplýsingafulltrúa Icelandair, við fyrirspurn fréttastofu um síðuna.

Flugfélagið hefur þegar óskað eftir því að vefsíðunni verði lokað, en á síðunn má bæði sjá myndmerki félagsins og orðið „vildarpunktar.“ Bæði eru skráð vörumerki í eigu Icelandair.

Þá segir einnig í svari Ásdísar til Vísis að þó að félagið heimili viðskiptavinum sínum að millifæra vildarpunkta á fjölskyldumeðlimi og vini, þá sé ekki ætlast til þess að fólk eigi viðskipti með punktana í atvinnuskyni. Icelandair skerpir nú á skilmálum sínum hvað það varðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×