Tónlist

Föstudagsplaylisti IDK/IDA

Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar
Ida hefur verið iðin við kolann í íslensku grasrótarlistasenunni undanfarin ár.
Ida hefur verið iðin við kolann í íslensku grasrótarlistasenunni undanfarin ár. aðsend/art bicnick

Ida Schuften Juhl er dönsk raftónlistarkona sem hefur búið hér á landi um þó nokkurt skeið. Hún gerir tónlist undir listamannsnafninu IDK/IDA og á undir beltinu eina útgáfu í fullri lengd, The Bug, sem kom út fyrir um ári síðan hjá Why Not? plötum.

Þéttur vefur vettvangsupptakna rennur saman við taktflækjur og djúpan bassa í tónlist hennar, en von er á stuttskífu sem ber titilinn Muscle Memory frá henni í haust.

Undanfarið hefur hún komið fram í hópi tónlistarfólks sem kallar sig s.co.c.

„Meikar þetta hérna sens?,“ spyr Ida blaðamann og á við lagalistann. „Þetta eru úrval rafkvenna sem eiga skilið meiri hita, post-dreifingar elskurnar mínar og listafólk sem veitir mér innblástur, allt blandað saman í sælulaug.“

Til að svara spurningu hennar, þá já. Þetta meikar heilmikið sens.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.