Tónlist

Föstudagsplaylisti IDK/IDA

Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar
Ida hefur verið iðin við kolann í íslensku grasrótarlistasenunni undanfarin ár.
Ida hefur verið iðin við kolann í íslensku grasrótarlistasenunni undanfarin ár. aðsend/art bicnick
Ida Schuften Juhl er dönsk raftónlistarkona sem hefur búið hér á landi um þó nokkurt skeið. Hún gerir tónlist undir listamannsnafninu IDK/IDA og á undir beltinu eina útgáfu í fullri lengd, The Bug, sem kom út fyrir um ári síðan hjá Why Not? plötum.Þéttur vefur vettvangsupptakna rennur saman við taktflækjur og djúpan bassa í tónlist hennar, en von er á stuttskífu sem ber titilinn Muscle Memory frá henni í haust.Undanfarið hefur hún komið fram í hópi tónlistarfólks sem kallar sig s.co.c.„Meikar þetta hérna sens?,“ spyr Ida blaðamann og á við lagalistann. „Þetta eru úrval rafkvenna sem eiga skilið meiri hita, post-dreifingar elskurnar mínar og listafólk sem veitir mér innblástur, allt blandað saman í sælulaug.“Til að svara spurningu hennar, þá já. Þetta meikar heilmikið sens.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.