Formúla 1

Red Bull sló metið aftur

Bragi Þórðarson skrifar
Red Bull hefur nú slegið metið fyrir hraðasta þjónustuhléið þrisvar í röð.
Red Bull hefur nú slegið metið fyrir hraðasta þjónustuhléið þrisvar í röð. Getty

Það tók Red Bull liðið ekki nema 1,88 sekúndu að skipta um öll fjögur dekkin undir bíl Max Verstappen í þýska kappakstrinum um helgina.

Williams átti metið ásamt Red Bull fyrir breska kappaksturinn fyrir tveimur vikum. Þá stóð það í 1,92 sekúndum en Red Bull liðið náði að skipta um dekkin á bíl Pierre Gasly á 1,91 sekúndu á Silverstone.

Í þetta skiptið varð bætingin ekki bara 0,01 sekúnda, heldur heilar 0,03 er liðinu tókst að skipta um öll fjögur dekkin hjá Verstappen á 1,88 sekúndu. Tíminn er mældur frá því bíllinn stoppar og þangað til hann er kominn af stað aftur.

Þetta verður að teljast magnaður árangur, sérstaklega þar sem mikið kaos var á þjónustusvæðinu í rigningunni á Hockenheim. Til að mynda fóru Red Bull bílarnir alls níu sinnum inn á þjónustusvæðið á sunnudaginn.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.