Golf

Koepka: Enginn slegið betur en ég

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Brooks Koepka
Brooks Koepka vísir/getty

Efsti maður heimslistans Brooks Koepka segist slá boltann best allra á Opna breska risamótinu í golfi þrátt fyrir að vera sjö höggum á eftir efsta manni fyrir lokahringinn.

Koepka kom sér í fjórða sætið með tveimur fuglum á lokaholunum og hélt sér í baráttunni, þrátt fyrir að eiga erfitt verkefni fyrir höndum að sækja á Shane Lowry.

„Enginn hefur slegið betur en ég þessa vikuna,“ sagði Koepka. „Ég hef slegið eins vel og ég gæti óskað, en ég hef púttað verr en nokkur annar í mótinu.“

„Sem betur fer verður vindur á morgun, en ef ég á að eiga möguleika þarf ég að finna lausnir á púttinu.“

Lokahringurinn á Opna breska risamótinu er í beinni útsendingu á Stöð 2 Golf á morgun.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.