Fyrr og síðar Einar Benediktsson skrifar 22. júlí 2019 08:00 Þeirri vegsemd fylgir ábyrgð að eiga sæti í samstarfinu á norrænum vettvangi, EFTA/EES, NATO, Sameinuðu þjóðunum o.s.frv. með rétt til afstöðu í víðtækasta skilningi. Nýlega hafa stjórnvöld hafið virka þátttöku í mannréttindamálum á vettvangi S.Þj., sem er til sóma. Svo sem er um aðrar smáþjóðir finna Íslendingar samstöðu með vina- og bandalagsþjóðum. Norðurlöndin standa saman að framboði til Öryggisráðsins og þar er kominn tími til að sjáist til Íslands. Á árunum 2011-12 var brugðist við stórtækum fyrirætlunum Huangs Nubo um jarðakaup í Þingeyjarsýslu, sem telja mátti að tengdust risahöfn í Þistilfirði á vegum ókunnra aðila. Þeirri vá var þó bægt frá í bili með reglugerð innanríkisráðherra, sem gerði útlendingum óheimilt að eignast hér fasteignir nema með fastri búsetu. Einmitt þetta tryggðu Danir sér með undanþágu í aðildarsamningi sínum að ESB. Engu að síður var reglugerðin felld úr gildi. Nú þarf að endurvekja þessa bráðnauðsynlegu – vital interest – ráðstöfun enda hefur þessi danska löggjöf beint fordæmisgildi fyrir okkur þegar um var að ræða ekki síður ríkar ástæður en sumarbústaðaásókn nágranna Dana á Jótlandi. Stórfelld jarðakaup breska billjónerans Jims Radcliffe vegna laxveiðiréttinda á Norðausturlandi vekja furðu og ugg fólks. Brask með landgæði hefur greinilega staðið um árabil ef 60 jarðir eru komnar í eigu erlendra fjárfesta. Forsætisráðherra hefur boðað birtingu stefnumörkunar á þessu sviði í haust en er ekki tilefni til bráðabirgðaráðstafana? Í tíð núverandi ríkisstjórnar hefur öll áhersla verið lögð á framkvæmd EES-samningsins fremur en fulla aðild að Evrópusambandinu. Samningurinn tryggir frjálsan aðgang að mikilvægasta markaðssvæði okkar og er árangur langrar baráttu um viðskiptafrelsi samfara óskoruðum yfirráðum varðandi fiskimiðin. Komið hefur fram hávær andstaða gegn innleiðingu þriðja orkupakkans með fáránlegum málatilbúningi, sem stofnar sjálfri þátttökunni í EES í hættu. Þetta skal þó kveðið niður á sérstökum, stuttum fundi Alþingis í ágústlok.Höfundur er fyrrverandi sendiherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Einar Benediktsson Jarðakaup útlendinga Mest lesið Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks Skoðun Skoðun Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Sjá meira
Þeirri vegsemd fylgir ábyrgð að eiga sæti í samstarfinu á norrænum vettvangi, EFTA/EES, NATO, Sameinuðu þjóðunum o.s.frv. með rétt til afstöðu í víðtækasta skilningi. Nýlega hafa stjórnvöld hafið virka þátttöku í mannréttindamálum á vettvangi S.Þj., sem er til sóma. Svo sem er um aðrar smáþjóðir finna Íslendingar samstöðu með vina- og bandalagsþjóðum. Norðurlöndin standa saman að framboði til Öryggisráðsins og þar er kominn tími til að sjáist til Íslands. Á árunum 2011-12 var brugðist við stórtækum fyrirætlunum Huangs Nubo um jarðakaup í Þingeyjarsýslu, sem telja mátti að tengdust risahöfn í Þistilfirði á vegum ókunnra aðila. Þeirri vá var þó bægt frá í bili með reglugerð innanríkisráðherra, sem gerði útlendingum óheimilt að eignast hér fasteignir nema með fastri búsetu. Einmitt þetta tryggðu Danir sér með undanþágu í aðildarsamningi sínum að ESB. Engu að síður var reglugerðin felld úr gildi. Nú þarf að endurvekja þessa bráðnauðsynlegu – vital interest – ráðstöfun enda hefur þessi danska löggjöf beint fordæmisgildi fyrir okkur þegar um var að ræða ekki síður ríkar ástæður en sumarbústaðaásókn nágranna Dana á Jótlandi. Stórfelld jarðakaup breska billjónerans Jims Radcliffe vegna laxveiðiréttinda á Norðausturlandi vekja furðu og ugg fólks. Brask með landgæði hefur greinilega staðið um árabil ef 60 jarðir eru komnar í eigu erlendra fjárfesta. Forsætisráðherra hefur boðað birtingu stefnumörkunar á þessu sviði í haust en er ekki tilefni til bráðabirgðaráðstafana? Í tíð núverandi ríkisstjórnar hefur öll áhersla verið lögð á framkvæmd EES-samningsins fremur en fulla aðild að Evrópusambandinu. Samningurinn tryggir frjálsan aðgang að mikilvægasta markaðssvæði okkar og er árangur langrar baráttu um viðskiptafrelsi samfara óskoruðum yfirráðum varðandi fiskimiðin. Komið hefur fram hávær andstaða gegn innleiðingu þriðja orkupakkans með fáránlegum málatilbúningi, sem stofnar sjálfri þátttökunni í EES í hættu. Þetta skal þó kveðið niður á sérstökum, stuttum fundi Alþingis í ágústlok.Höfundur er fyrrverandi sendiherra.
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar