Handbolti

Níu marka tap fyrir Þjóðverjum í lokaleiknum í riðlinum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Darri Aronsson var markahæstur Íslendinga með fjögur mörk.
Darri Aronsson var markahæstur Íslendinga með fjögur mörk. vísir/bára

Ísland tapaði stórt fyrir Þýskalandi, 26-17, í lokaleik sínum í D-riðli Evrópumóts U-21 ára karla í handbolta.

Ísland endaði í 4. sæti riðilsins og mætir annað hvort Króatíu eða Portúgal í 16-liða úrslitum. Íslendingar unnu þrjá af fimm leikjum sínum í D-riðli og töpuðu tveimur með samtals 19 mörkum.

Íslenska liðið átti litla möguleika gegn öflugum Þjóðverjum sem voru sex mörkum yfir í hálfleik, 14-8.

Bilið breikkaði í seinni hálfleik og á endanum munaði níu mörkum á liðunum, 26-17.

Íslendingar voru í miklum vandræðum í sókninni og voru aðeins með 44% skotnýtingu í leiknum.

Darri Aronsson var markahæstur í íslenska liðinu með fjögur mörk. Skotnýting hans var hins vegar aðeins 33%.

Elliði Snær Viðarsson skoraði þrjú mörk og þeir Ásgeir Snær Vignisson, Bjarni Ófeigur Valdimarsson og Gabríel Martinez Róbertsson tvö hver.

Andri Sigmarsson Scheving varði átta skot og Viktor Gísli Hallgrímsson eitt.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.