Enski boltinn

Arsenal fær lánsmann frá Real Madrid

Anton Ingi Leifsson skrifar

Arsenal hefur komist að samkomulagi við Real Madrid um að fá miðjumanninn Dani Ceballos á láni út leiktíðina.

Ceballos er 22 ára gamall miðjumaður sem hefur spilað 56 leiki fyrir Real Madrid síðan hann gekk í raðir liðsins árið 2017.
Í sumarglugganum hefur hann verið orðaður við bæði Arsenal og Tottenham nú hefur Arsenal náð samkomulagi við Real um að fá þann spænska að láni.

Honum er ætlað að fylla skarð Aaron Ramsey á miðju Arsenal en Ramsey fór frítt til Juventus í sumar eftir að samningur hans við Arsenal rann út.

Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.