Handbolti

Hrafnhildur Hanna til Frakklands

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hrafnhildur Hanna hefur þrisvar sinnum orðið markahæst í Olís-deild kvenna.
Hrafnhildur Hanna hefur þrisvar sinnum orðið markahæst í Olís-deild kvenna. vísir/vilhelm

Landsliðskonan Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir er gengin í raðir franska úrvalsdeildarliðsins Bourg-de-Péage Drôme Handball. Hún kemur til liðsins frá Selfossi sem féll úr Olís-deild kvenna í vetur. Frá þessu er greint á sunnlenska.is.

Hrafnhildur Hanna er komin til Frakklands og hóf æfingar með nýja liðinu í gær.

Bourg-de-Péage Drôme endaði í næstneðsta sæti frönsku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili en hélt sér uppi eftir umspil.

Hrafnhildur Hanna, sem er 24 ára, hefur verið í lykilhlutverki hjá Selfossi undanfarin ár. Hún var markahæsti leikmaður Olís-deildarinnar þrisvar sinnum í röð (2015-2017). Þessi sömu ár var hún valin besti sóknarmaður Olís-deildarinnar. Hrafnhildur Hanna hefur leikið með íslenska landsliðinu síðan 2014.

Báðar landsliðskonurnar í herbúðum Selfoss eru því farnar frá félaginu. Perla Ruth Albertsdóttir, mágkona Hrafnhildar Hönnu, gekk í raðir Fram fyrr í sumar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.