Viðskipti innlent

Bjarni kjörinn varaformaður bankaráðs AIIB

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra.
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Vísir/vilhelm
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra var kjörinn varaformaður bankaráðs (e. board of governors) Asíska innviðafjárfestingarbankans (AIIB) á ársfundi bankans sem haldinn var í Lúxemborg á föstudag og laugardag. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins.Í tilkynningu segir að AIIB sé „ung en öflug og ört vaxandi alþjóðafjármálastofnun“, stofnuð utan um samstarf þjóða til að taka á innviðafjárfestingarþörf í Asíu.Kínverjar höfðu forystu um stofnun bankans og er þetta í raun fyrsta alþjóðastofnunin sem þeir leiða. Bankinn hóf starfsemi í janúar 2016, eftir um 15 mánaða undirbúningstíma. Við skipulag bankans er byggt á reynslu alþjóðaþróunarbanka.„[..] og er áhersla lögð á opna, óháða og gagnsæja stjórnarhætti og skýr ábyrgðarskil,“ að því er segir í tilkynningu.Ísland var meðal 57 stofnenda, ásamt öllum Norðurlöndunum, en eftir ársfundinn í vikunni eru meðlimir orðnir 100. Hlutafé bankans er 100 milljarðar Bandaríkjadala.Ísland er í kjördæmi með Bretlandi, Danmörku, Noregi, Póllandi, Rúmeníu Sviss, Svíþjóð og Ungverjalandi. Löndin deila saman stjórnarmanni í bankanum sem nú er frá Bretlandi. Ísland var með varamann í stjórn fyrsta hálfa starfsár bankans og mun eiga varamann næst árin 2022-2024.Í vikunni samþykkti bankinn að fjármagna, ásamt efnahags- og þróunarbankanum, fyrsta jarðvarmaorkuverkefni bankans, í Tyrklandi, en að því koma tvö íslensk ráðgjafafyrirtæki. Bankinn hefur nú samþykkt fjárfestingar í 40 verkefnum í 27 löndum fyrir samtals um 8 milljarða dollara.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
BRIM
0
4
52.475
MAREL
0
8
69.997

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIK
-4,56
10
126.705
REITIR
-4,03
6
42.780
REGINN
-3,09
15
82.623
SJOVA
-2,88
8
33.092
VIS
-2,06
5
79.633
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.