Viðskipti innlent

Skaginn hagnast um 400 milljónir

Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar
Ingólfur Árnason, eigandi Skagans
Ingólfur Árnason, eigandi Skagans FBL/Sigtryggur
Hátæknifyrirtækið Skaginn, sem þróar, framleiðir og selur tækjabúnað fyrir matvælaiðnaðinn, hagnaðist um 397 milljónir króna á síðasta ári en til samanburðar var hagnaður fyrirtækisins 340 milljónir á árinu 2017.Tekjur Skagans námu 8,1 milljarði og jukust um 2,4 milljarða á milli ára. Skaginn er hluti af samstæðunni Skaginn 3X ásamt 3X Technology, og Þorgeir & Ellert. Eigendur samstæðunnar eru Ingólfur Árnason, stofnandi Skagans, og eiginkona hans en Ingólfur sagði í viðtali við Markaðinn í sumar að samanlagðar tekjur yrðu tíu milljarðar króna á þessu ári.Skaginn 3X er með um 300 starfsmenn. Þar af starfa um 200 á Akranesi, um 70 á Ísafirði en aðrir eru í Reykjavík. Stjórn Skagans hefur lagt til að á þessu ári verði allt að 390 milljónir króna greiddar í arð til hluthafa.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Engar hækkanir skráðar í dag

Mesta lækkun dagsins


Engar lækkanir skráðar í dag
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.