Viðskipti innlent

Mjólk í vegan hrískökum

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Hrískökurnar sem um ræðir.
Hrískökurnar sem um ræðir.
Heilsa ehf. hefur, í samráði við matvælaeftirlit Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, innkallað vegan hrískökurnar Amisa Organic Lactose Free Rice Milk Chocolate Rice Cakes. Að sögn Matvælastofnunar er varan kölluð inn vegna þess að í henni fannst ómerktur ofnæmisvaldur - mjólk.Samkvæmt matvælalöggjöfinni eiga ofnæmis- eða óþolsvaldar að koma skýrt fram á umbúðum matvæla sem ekki er raunin í tilfelli hrískakanna.Viðskiptavinir sem keypt hafa vöruna og eru með ofnæmi- eða óþol fyrir mjólk og mjólkurafurðum eru hvattir til að neyta hennar ekki og farga eða skila henni í versluninni þar sem hún var keypt. Nánari upplýsingar veitir Heilsa ehf. í síma 517 0670.Eftirfarandi upplýsingar auðkenna vöruna sem innköllunin einskorðast við:Vörumerki: Amisa. 

Vöruheiti: Organic Lactose Free Rice Milk Chocolate Rice Cakes. 

Strikanúmer: 5032722312814.

Best fyrir: 15.11.2019.

Nettómagn: 100 g.

Framleiðandi: Windmill Organics, Bretlandi.

Innflytjandi: Heilsa ehf., Bæjarflöt 1-3, 112 Reykjavík.

Dreifing: Verslanir Heilsuhússins, Nettó og Melabúðarinnar.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ARION
3,1
23
311.784
SIMINN
2,19
12
338.314
FESTI
2,17
21
348.540
BRIM
1,9
2
187
SJOVA
1,72
14
48.694

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REGINN
-1,18
6
69.233
ORIGO
-0,66
1
966
REITIR
-0,2
4
42.828
SKEL
-0,12
4
58.890
EIK
0
3
62.564
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.