Viðskipti innlent

Mjólk í vegan hrískökum

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Hrískökurnar sem um ræðir.
Hrískökurnar sem um ræðir.

Heilsa ehf. hefur, í samráði við matvælaeftirlit Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, innkallað vegan hrískökurnar Amisa Organic Lactose Free Rice Milk Chocolate Rice Cakes. Að sögn Matvælastofnunar er varan kölluð inn vegna þess að í henni fannst ómerktur ofnæmisvaldur - mjólk.

Samkvæmt matvælalöggjöfinni eiga ofnæmis- eða óþolsvaldar að koma skýrt fram á umbúðum matvæla sem ekki er raunin í tilfelli hrískakanna.

Viðskiptavinir sem keypt hafa vöruna og eru með ofnæmi- eða óþol fyrir mjólk og mjólkurafurðum eru hvattir til að neyta hennar ekki og farga eða skila henni í versluninni þar sem hún var keypt. Nánari upplýsingar veitir Heilsa ehf. í síma 517 0670.

Eftirfarandi upplýsingar auðkenna vöruna sem innköllunin einskorðast við:

Vörumerki: Amisa. 
Vöruheiti: Organic Lactose Free Rice Milk Chocolate Rice Cakes. 
Strikanúmer: 5032722312814.
Best fyrir: 15.11.2019.
Nettómagn: 100 g.
Framleiðandi: Windmill Organics, Bretlandi.
Innflytjandi: Heilsa ehf., Bæjarflöt 1-3, 112 Reykjavík.
Dreifing: Verslanir Heilsuhússins, Nettó og Melabúðarinnar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SKEL
2,51
21
428.353
SYN
2,38
9
90.240
HAGA
1,75
10
95.153
EIK
1,22
13
157.475
REITIR
1,17
17
254.889

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SIMINN
-1,3
6
96.239
TM
-0,83
4
38.492
EIM
-0,78
9
100.273
ICESEA
-0,68
3
7.781
ICEAIR
-0,48
14
96.178
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.