Tékkarnir of sterkir og strákarnir spila um 5. til 8. sæti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. júlí 2019 14:47 Hilmar Smári Henningsson skoraði 19 stig, tók 11 fráköst, gaf 5 stoðsendingar og stal 3 boltum í leiknum við Tékka. Það dugði því miður ekki til. Mynd/FIBA Íslenska tuttugu ára landslið karla í körfubolta tapaði með tíu stigum á móti Tékklandi, 77-67, í dag í átta liða úrslitum b-deildar Evrópukeppninnar sem fer fram í Portúgal. Íslenska liðið hafði tryggt sér sæti í átta liða úrslitunum með mögnuðum stórsigri á Ungverjum í lokaleik riðlakeppninnar en Tékkarnir voru of sterkir í þessum leik í dag. Bjarni Guðmann Jónsson var stigahæstur hjá íslenska liðinu með 20 stig, 6 fráköst og 3 stolna bolta, Hilmar Smári Henningsson skoraði 19 stig, tók 11 fráköst, gaf 5 stoðsendingar og stal 3 boltum og þá var Hilmar Pétursson með 11 stig, 8 fráköst og 9 stoðsendingar. Íslensku strákarnir mæta annaðhvort Hollandi eða Belgíu á morgun en þar er spilað um sæti í leiknum um fimmta sætið. Íslensku strákarnir byrjuðu leikinn vel og voru með forystuna nær allan fyrsta leikhlutann. Tékkar komust reyndar yfir í 15-13 en því svöruðu íslensku strákarnir með því að skora sex síðustu stig fyrsta leikhlutans. Orri Hilmarsson og Hilmar Smári Henningsson enduðu fyrsta leikhlutann á sitthvorum þristinum og íslenska liðið var 19-15 yfir eftir fyrstu tíu mínútur leiksins. Íslenska liði skoraði ekki fyrstu þrjár mínútur annars leikhluta og Tékkar náðu frumkvæðinu. Leikurinn hélst þó jafn og Hilmar Smári endaði hálfleikinn með því að jafna metin í 34-34 með sirkuskörfu eftir stoðsendingu frá nafna sínum Hilmari Péturssyni. Hilmar var stigahæstu í fyrri hálfleik með 11 stig en aðeins fjórir leikmenn skoruðu fyrir íslenska liðið í hálfleiknum. Orri Hilmarsson og Bjarni Guðmann Jónsson voru með átta stig og Hilmar Pétursson með sjö stig. Tékkar byrjuðu seinni hálfleikinn mjög vel, unnu fyrstu fjórar mínúturnar 15-5 og komust stíu stigum yfir, 49-39. Ágúst Björgvinsson tók leikhlé í stöðunni 50-39 og tókst að vekja sína menn því þeir náðu að minna muninn aftur niður í tvö stig, 52-50. Það munaði hins vegar aftur sjö stigum á liðunum fyrir lokaleikhlutann, 59-52. Tékkar skoruðu síðan fimm fyrstu stig fjórða leikhluta og voru í frábærum málum enda tólf stigum yfir. Íslensku strákarnir gáfust ekki upp og náði muninum aftur niður í fimm stig en nær komust þeir ekki. Körfubolti Mest lesið Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Handbolti Tvíburasysturnar óvænt hættar Körfubolti Komst við er hann ræddi Schumacher Formúla 1 Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Formúla 1 Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Enski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Fleiri fréttir Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Þór Þ. - ÍA 105-75 | Þórsarar byrja árið á stórsigri Elvar frábær í fyrsta leik ársins Sjá meira
Íslenska tuttugu ára landslið karla í körfubolta tapaði með tíu stigum á móti Tékklandi, 77-67, í dag í átta liða úrslitum b-deildar Evrópukeppninnar sem fer fram í Portúgal. Íslenska liðið hafði tryggt sér sæti í átta liða úrslitunum með mögnuðum stórsigri á Ungverjum í lokaleik riðlakeppninnar en Tékkarnir voru of sterkir í þessum leik í dag. Bjarni Guðmann Jónsson var stigahæstur hjá íslenska liðinu með 20 stig, 6 fráköst og 3 stolna bolta, Hilmar Smári Henningsson skoraði 19 stig, tók 11 fráköst, gaf 5 stoðsendingar og stal 3 boltum og þá var Hilmar Pétursson með 11 stig, 8 fráköst og 9 stoðsendingar. Íslensku strákarnir mæta annaðhvort Hollandi eða Belgíu á morgun en þar er spilað um sæti í leiknum um fimmta sætið. Íslensku strákarnir byrjuðu leikinn vel og voru með forystuna nær allan fyrsta leikhlutann. Tékkar komust reyndar yfir í 15-13 en því svöruðu íslensku strákarnir með því að skora sex síðustu stig fyrsta leikhlutans. Orri Hilmarsson og Hilmar Smári Henningsson enduðu fyrsta leikhlutann á sitthvorum þristinum og íslenska liðið var 19-15 yfir eftir fyrstu tíu mínútur leiksins. Íslenska liði skoraði ekki fyrstu þrjár mínútur annars leikhluta og Tékkar náðu frumkvæðinu. Leikurinn hélst þó jafn og Hilmar Smári endaði hálfleikinn með því að jafna metin í 34-34 með sirkuskörfu eftir stoðsendingu frá nafna sínum Hilmari Péturssyni. Hilmar var stigahæstu í fyrri hálfleik með 11 stig en aðeins fjórir leikmenn skoruðu fyrir íslenska liðið í hálfleiknum. Orri Hilmarsson og Bjarni Guðmann Jónsson voru með átta stig og Hilmar Pétursson með sjö stig. Tékkar byrjuðu seinni hálfleikinn mjög vel, unnu fyrstu fjórar mínúturnar 15-5 og komust stíu stigum yfir, 49-39. Ágúst Björgvinsson tók leikhlé í stöðunni 50-39 og tókst að vekja sína menn því þeir náðu að minna muninn aftur niður í tvö stig, 52-50. Það munaði hins vegar aftur sjö stigum á liðunum fyrir lokaleikhlutann, 59-52. Tékkar skoruðu síðan fimm fyrstu stig fjórða leikhluta og voru í frábærum málum enda tólf stigum yfir. Íslensku strákarnir gáfust ekki upp og náði muninum aftur niður í fimm stig en nær komust þeir ekki.
Körfubolti Mest lesið Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Handbolti Tvíburasysturnar óvænt hættar Körfubolti Komst við er hann ræddi Schumacher Formúla 1 Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Formúla 1 Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Enski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Körfubolti Fleiri fréttir Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Þór Þ. - ÍA 105-75 | Þórsarar byrja árið á stórsigri Elvar frábær í fyrsta leik ársins Sjá meira