Viðskipti innlent

Ræðismaður Tyrklands á Íslandi orðinn aðstoðarhafnarstjóri

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Gunnar Tryggvason er orðinn aðstoðarhafnarstjóri Faxaflóahafna.
Gunnar Tryggvason er orðinn aðstoðarhafnarstjóri Faxaflóahafna. Fréttablaðið/Stefán
Gunnar Tryggvason rafmagnsverkfræðingur hefur verið ráðinn í starf aðstoðarhafnarstjóra Faxaflóahafna. Hann hefur störf 1. september n.k. Alls bárust 16 umsóknir um starfið en frá þessu er greint á vef Faxaflóahafna.

Gunnar komst í fréttirnar í júní í störfum sínum sem ræðismaður Tyrklands. Karlalandslið Tyrklands í knattspyrnu kom þá til Íslands að keppa við Íslendinga. Voru leikmenn og starfslið ósátt við móttökurnar hér á landi og gætti Gunnar hagsmuna Tyrkjanna. Fengu þeir ekki flýtimeðferð auk þess sem belgískur ferðamaður gerði grín að stjörnu tyrkneska liðsins með klósettbursta.

Lauk málinu þannig að Gunnar sagði að tyrknesk stjórnvöld teldu sig eiga heimtingu á skýringum á ummælum lögreglustjórans á Suðurnesjum.

Gunnar er fæddur árið 1969, en hann er rafmagnsverkfræðingur. Gunnar hefur þekkingu og reynslu á rekstri, stjórnun, fjármálum og verkfræði. Starfaði hann meðal annars hjá fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans og Investum.

Frá 2008 hefur Gunnar starfað sem fjármálastjóri og aðstoðarframkvæmdastjóri Allrahanda Gray Line ehf. Þá starfaði hann hjá KPMG þar sem hann sérhæfði sig m.a. á sviði orku- og iðnaðarmála.

Gunnar var aðstoðarmaður Oddnýjar Harðardóttur þegar hún gengdi stöðu fjármálaráðherra.

Gísli Gíslason er hafnarstjóri Faxaflóahafna.


Tengdar fréttir

Íslandsreisan sem Tyrkir vilja væntanlega gleyma sem fyrst

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu vann frækinn sigur á tyrkneska landsliðinu í undankeppni EM 2020 á Laugardalsvelli í gærkvöldi. Leikurinn fór 2-1 fyrir Ísland en ýmislegt gekk á í aðdraganda leiksins, þá aðallega utan vallar.

Móðurbróðir kraftaverkabarnsins: Framtíð Daníels er björt

Móðurbróðir drengsins sem lifði af hörmulegt bílslys í Tyrklandi á miðvikudag segir ekki væsa um drenginn og framtíð hans sé björt. Hann fékk drenginn afhentan í gærkvöldi en tyrkneskir fjölmiðlar hafa sýnt málinu mikinn áhuga, og meðal annars setið um hótel fjölskyldunnar.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
4,32
70
142.480
VIS
1,82
12
189.481
KVIKA
1,65
12
479.823
MAREL
1,24
24
423.219
HAGA
0,86
9
313.736

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REGINN
-1,77
24
82.736
REITIR
-1,29
11
84.806
ORIGO
-0,57
3
4.773
ARION
-0,4
14
127.862
SJOVA
-0,3
6
87.765
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.