Viðskipti innlent

Arð­greiðsla til eig­enda Lands­virkjunar um 4,25 milljarðar króna

Atli Ísleifsson skrifar
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar. Aðalfundur Landsvirkjunar fór fram í dag.
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar. Aðalfundur Landsvirkjunar fór fram í dag. vísir/vilhelm
Tillaga stjórnar Landsvirkjunar um arðgreiðslu til eigenda að fjárhæð um 4,25 milljarðar króna fyrir árið 2018 var samþykkt á aðalfundi nýrrar stjórnar í dag.Í tilkynningu frá Landsvirkjun segir að árleg arðgreiðsla síðustu ár hafi verið 1,5 milljarðar króna.Á aðalfundi Landsvirkjunar sem fram fór í dag skipaði Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra í stjórn Landsvirkjunar samkvæmt lögum um fyrirtækið. Voru ekki gerðar breytingar á skipan stjórnar frá fyrra starfsári. Aðalmenn í stjórn Landsvirkjunar eru þau Jónas Þór Guðmundsson, Álfheiður Ingadóttir, Jón Björn Hákonarson, Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir og Gunnar Tryggvason. Var Jónas Þór endurkjörinn stjórnarformaður og Álfheiður varaformaður.Aðalfundurinn staðfesti skýrslu fráfarandi stjórnar og samstæðureikning fyrir liðið reikningsár. Segir að rekstur Landsvirkjunar hafi gengið vel á árinu 2018. Orkusala hafi aldrei verið meiri, eða 14,8 teravattstundir, tekjur voru þær hæstu í sögu fyrirtækisins og ytri aðstæður voru fyrirtækinu hagstæðar.Rekstrartekjur árið 2018 voru 534 milljónir Bandaríkjadala, um 63 milljarðar króna, og jukust um 51 milljón dala frá fyrra ári.„Skýrist sú hækkun að mestu af aukinni orkusölu, hærri flutningstekjum og hærra álverði. Hluti af raforkusamningum eru tengdir álverði,“ segir í ársreikningi.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
LEQ
0,59
1
1.288

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-6,56
15
6.123
REGINN
-3,59
20
47.585
EIK
-3,31
8
62.252
VIS
-3,22
7
89.006
SJOVA
-2,66
11
32.075
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.