Golf

Tiger fékk bikarinn í pósti 

Hjörvar Ólafsson skrifar
Tiger Woods með verðlaunagripinn fyrir Masters.
Tiger Woods með verðlaunagripinn fyrir Masters. Getty/David Cannon

Kylfingurinn Tiger Woods bar sigur úr býtum á Masters um miðjan apríl fyrr á þessu ári. Hann fór í frí eftir sigurinn á Masters-mótinu og hefur því verið fjarverandi frá heimili sínu í nokkrar vikur og fékk svo óvæntan glaðning sendan á heimili sitt í Flórída.

Þar hafði hann fengið verðlaunagripinn fyrir sigurinn á Masters-mótinu sem hann vann fyrir þremur mánuðum. Tiger greindi frá þessu á Instagram-síðu sinni.  

„Þegar ég kom heim sá ég að það beið mín pakki. Held að ég geti klárlega fundið stað fyrir þennan fallega grip. Takk kærlega fyrir stuðninginn og kveðjurnar kæru vinir,“ skrifar Tiger við myndina af verðlaunagripnum.

Tiger sem hefur unnið 15 risamót á ferlinum batt enda á tíu ára bið sína eftir sigri á risamóti þegar hann fór með sigur af hólmi á Masters.

Þetta var í fimmta skipti sem Tiger vinnur Masters-mótið og í fyrsta skipti síðan árið 2005. Þar með á hann fimm verðlaunagripi frá mótinu sem eru eftirlíking af klúbbhúsinu sem stendur við Augusta National-völlinn. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.