Lífið

Guðfaðir bossa nova tónlistarinnar látinn

Andri Eysteinsson skrifar
Joao Gilberto á JVC djass hátíðinni árið 2008.
Joao Gilberto á JVC djass hátíðinni árið 2008. Getty/Jack Vartoogian

Brasilíska bossa nova tónlistarmaðurinn Joao Gilberto er fallinn frá 88 ára að aldri.

Gilberto var bæði söngvari og lagahöfundur og átti stóran þátt í vinsældum Bossa Nova tónlistar á heimsvísu á sjöunda áratug síðustu aldar. BBC greinir frá.

Gilberto fæddist í Bahia í norðausturhluta landsins árið 1931 og hóf feril sinn sem söngvari einungis 18 ára gamall. Seint á sjötta áratugnum gaf Gilbert út plötuna Chega de Saudade sem er álitin ein mikilvægasta plata í sögu brasilískrar tónlistar.

Greint hefur verið frá því að Gilberto hafi undanfarin ár barist við veikindi og lést hann í kjölfar þeirra á heimili sínu í Ríó de Janeiro.

Hér að neðan má heyra tvö lög, annarsvegar Bim-bom sem talið er vera fyrsta bossa nova lagið
 og svo flutning Gilberto á laginu Girl from IpanemaAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.