Ekki merki um mikla kólnun á húsnæðismarkaðnum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. júlí 2019 11:30 Fasteignamarkaðurinn á höfuðborgarsvæðinu er í jafnvægi og hefur verið í töluverðan tíma, eða frá því í haust, segir hagfræðingur hjá Íbúðalánasjóði. vísir/vilhelm Ólafur Sindri Helgason, yfirhagfræðingur hjá hagdeild Íbúðalánasjóðs, segir að svo virðist sem jafnvægi sé á húsnæðismarkaðnum á höfuðborgarsvæðinu og að ekki séu ekki beint merki um mikla kólnun. Hins vegar sé samdráttur í sölu íbúða í fjölbýli á meðan að sala á íbúðum í sérbýli eykst sé litið til mánaðarlegrar veltu talið fyrstu fimm mánuði ársins miðað við sama tímabil í fyrra. Aukningin er sex prósent í fjölda seldra íbúða í sérbýli en samdrátturinn er 1,2 prósent í sölu íbúða í fjölbýli, samkvæmt tölum úr mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs fyrir júlímánuð. Í skýrslunni kemur einnig fram að meðalsölutími er að lengjast; fer úr 96 dögum í 109 daga fyrir sérbýli og úr 89 dögum í 94 daga fyrir fjölbýli.En hvað þýðir það? Er þetta ekki merki um einhverja kólnun? „Það fer eftir því hvaða skilning þú leggur í kólnun. Það er ekki sama brjálæði á markaðnum og var fyrir einu ári síðan. Hann hefur verið í ákveðnu jafnvægi í töluverðan tíma, eiginlega bara frá því um haustið 2018,“ segir Ólafur Sindri sem bendir til dæmis á að íbúðir í fjölbýli hafa hækkað gríðarlega í verði. Fyrir nokkrum misserum hafi það einnig verið svo að eftirspurnin var gríðarleg en framboðið lítið en nú sé framboðið að aukast. Aðspurður hvort eitthvað sé hægt að rýna í þessar tölur til að spá fyrir um hvernig komandi vetur verður á fasteignamarkaðnum á höfuðborgarsvæðinu segir Ólafur Sindri Íbúðalánasjóð ekki í því að spá fram í tímann. „Við erum bara að sýna hvernig staðan er akkúrat núna. Þannig að ég get ekkert sagt neitt til um það. Það er auðvitað margt að gerast í hagkerfinu þannig að í raun og veru getur þetta þróast á marga vegu.“ Ólafur Sindri bendir þó á að samdráttur í sölu á fjölbýli sé eitthvað merki og þá það líka að 80 prósent allra fasteignaviðskipta eru undir ásettu verði. „Það þýðir að í auglýsingum er væntanlega verið að biðja um alltof hátt verði,“ segir hann. Annað sem komið er inn á í skýrslu Íbúðalánasjóðs eru Airbnb-íbúðir. Ólafur Sindri segir að miðað við þær tölur og þá mælikvarða sem sjóðurinn skoðar eru ekki sterkar vísbendingar um að Airbnb-íbúðir séu að skila sér inn á fasteigna- eða langtímaleigumarkaðinn. „Hins vegar samkvæmt nýjustu tölum Hagstofunnar þá hefur gistingum erlendra ferðamanna í gegnum Airbnb og þannig vefsíður fækkað um 29 prósent á milli ára þannig að ef það heldur áfram þá er kannski alveg líklegt að þessar íbúðir fari nú að koma inn á markaðinn, kannski með haustinu eða eitthvað slíkt en núna er náttúrulega „high season“ þannig að menn eru væntanlega að leigja þetta út núna.“ Húsnæðismál Mest lesið Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Fleiri fréttir Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Þrjú verkefni fengu styrk úr sjóði FrumkvöðlaAuðar Endurskoða áform um 1,5 milljarða skattahækkun Tekjur meiri af erlendum ferðamönnum og færri starfandi í ferðaþjónustu Sjá meira
Ólafur Sindri Helgason, yfirhagfræðingur hjá hagdeild Íbúðalánasjóðs, segir að svo virðist sem jafnvægi sé á húsnæðismarkaðnum á höfuðborgarsvæðinu og að ekki séu ekki beint merki um mikla kólnun. Hins vegar sé samdráttur í sölu íbúða í fjölbýli á meðan að sala á íbúðum í sérbýli eykst sé litið til mánaðarlegrar veltu talið fyrstu fimm mánuði ársins miðað við sama tímabil í fyrra. Aukningin er sex prósent í fjölda seldra íbúða í sérbýli en samdrátturinn er 1,2 prósent í sölu íbúða í fjölbýli, samkvæmt tölum úr mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs fyrir júlímánuð. Í skýrslunni kemur einnig fram að meðalsölutími er að lengjast; fer úr 96 dögum í 109 daga fyrir sérbýli og úr 89 dögum í 94 daga fyrir fjölbýli.En hvað þýðir það? Er þetta ekki merki um einhverja kólnun? „Það fer eftir því hvaða skilning þú leggur í kólnun. Það er ekki sama brjálæði á markaðnum og var fyrir einu ári síðan. Hann hefur verið í ákveðnu jafnvægi í töluverðan tíma, eiginlega bara frá því um haustið 2018,“ segir Ólafur Sindri sem bendir til dæmis á að íbúðir í fjölbýli hafa hækkað gríðarlega í verði. Fyrir nokkrum misserum hafi það einnig verið svo að eftirspurnin var gríðarleg en framboðið lítið en nú sé framboðið að aukast. Aðspurður hvort eitthvað sé hægt að rýna í þessar tölur til að spá fyrir um hvernig komandi vetur verður á fasteignamarkaðnum á höfuðborgarsvæðinu segir Ólafur Sindri Íbúðalánasjóð ekki í því að spá fram í tímann. „Við erum bara að sýna hvernig staðan er akkúrat núna. Þannig að ég get ekkert sagt neitt til um það. Það er auðvitað margt að gerast í hagkerfinu þannig að í raun og veru getur þetta þróast á marga vegu.“ Ólafur Sindri bendir þó á að samdráttur í sölu á fjölbýli sé eitthvað merki og þá það líka að 80 prósent allra fasteignaviðskipta eru undir ásettu verði. „Það þýðir að í auglýsingum er væntanlega verið að biðja um alltof hátt verði,“ segir hann. Annað sem komið er inn á í skýrslu Íbúðalánasjóðs eru Airbnb-íbúðir. Ólafur Sindri segir að miðað við þær tölur og þá mælikvarða sem sjóðurinn skoðar eru ekki sterkar vísbendingar um að Airbnb-íbúðir séu að skila sér inn á fasteigna- eða langtímaleigumarkaðinn. „Hins vegar samkvæmt nýjustu tölum Hagstofunnar þá hefur gistingum erlendra ferðamanna í gegnum Airbnb og þannig vefsíður fækkað um 29 prósent á milli ára þannig að ef það heldur áfram þá er kannski alveg líklegt að þessar íbúðir fari nú að koma inn á markaðinn, kannski með haustinu eða eitthvað slíkt en núna er náttúrulega „high season“ þannig að menn eru væntanlega að leigja þetta út núna.“
Húsnæðismál Mest lesið Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Fleiri fréttir Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Þrjú verkefni fengu styrk úr sjóði FrumkvöðlaAuðar Endurskoða áform um 1,5 milljarða skattahækkun Tekjur meiri af erlendum ferðamönnum og færri starfandi í ferðaþjónustu Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf