Fjörutíu missa vinnuna hjá Tölvuteki Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. júní 2019 12:52 Hafþór Helgason, framkvæmdastjóri Tölvuteks, ætlar að ræða lokunina við fjölmiðla á morgun. Fréttablaðið/Anton Brink Alls munu fjörutíu manns missa vinnuna við lokun verslana Tölvutek sem tilkynnt var um í morgun. Þetta staðfestir Daníel Helgason rekstrarstjóri Tölvuteks í samtali við Vísi. Samkvæmt heimildum fréttastofu var boðað til starfsmannafundar í morgun. Þar var fólki tjáð um fyrirhugaða lokun og að fólk myndi missa vinnuna. Ástæðan var sögð rekstrarerfiðleikar hjá versluninni. Voru starfsmenn hvattir til að leita til Vinnumálastofnunar varðandi réttindi sín. Lokunin hefur vakið mikla athygli enda verslunin verið leiðandi í tölvubransanum undanfarin tólf ár. Í tilkynningu frá fyrirtækinu sem birtist óvænt á Facebook-síðu þess í morgun segir að lokunina megi rekja til „óviðráðanlegra ástæðna“. Samkvæmt heimildum fréttastofu komu tíðindin í morgun starfsfólki ekki í opna skjöldu. Höfðu margir heyrt undanfarna daga að reksturinn gengi illa og allra veðra von í þeim efnum. Orðrómurinn var svo staðfestur í dag.Úr verslun Tölvuteks í Hallarmúla í dag.Vísir/EgillDaníel segir að Hafþór Helgason, framkvæmdastjóri Tölvuteks, svari alfarið fjölmiðlum varðandi tíðindin í dag. Von sé á tilkynningu frá fyrirtækinu en það verði þó líklega ekki fyrr en á morgun. Viðskiptavinir gráta margir hverjir lokunina á Facebook-síðu fyrirtækisins en aðrir eru ósáttir við þessa skyndilegu lokun hagsmuna sinna vegna. Óttast þeir um gjafabréf sín, vörur sem eru í viðgerð og fleira í þeim dúrnum. Því er beint til viðskiptavina fyrirtækisins í tilkynningu að starfsfólk Tölvuteks verði í símasambandi næstu daga við þá sem eiga tölvubúnað í viðgerð. Búnaðinum verði komið til þeirra viðskiptavina sem hann eiga. Þá sé verið að vinna í ábyrgðarmálum en ferli fyrir öll vörumerki í verslununum verður tilkynnt fljótlega.Skilaboð eru í glugga verslunarinnar.Vísir/Egill Akureyri Neytendur Reykjavík Vinnumarkaður Tengdar fréttir Tölvutek hættir rekstri og lokar verslunum sínum Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu þar sem segir að lokunina megi rekja til "óviðráðanlegra ástæðna“. 24. júní 2019 11:08 Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Andri frá Origo til Ofar Viðskipti innlent Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Alls munu fjörutíu manns missa vinnuna við lokun verslana Tölvutek sem tilkynnt var um í morgun. Þetta staðfestir Daníel Helgason rekstrarstjóri Tölvuteks í samtali við Vísi. Samkvæmt heimildum fréttastofu var boðað til starfsmannafundar í morgun. Þar var fólki tjáð um fyrirhugaða lokun og að fólk myndi missa vinnuna. Ástæðan var sögð rekstrarerfiðleikar hjá versluninni. Voru starfsmenn hvattir til að leita til Vinnumálastofnunar varðandi réttindi sín. Lokunin hefur vakið mikla athygli enda verslunin verið leiðandi í tölvubransanum undanfarin tólf ár. Í tilkynningu frá fyrirtækinu sem birtist óvænt á Facebook-síðu þess í morgun segir að lokunina megi rekja til „óviðráðanlegra ástæðna“. Samkvæmt heimildum fréttastofu komu tíðindin í morgun starfsfólki ekki í opna skjöldu. Höfðu margir heyrt undanfarna daga að reksturinn gengi illa og allra veðra von í þeim efnum. Orðrómurinn var svo staðfestur í dag.Úr verslun Tölvuteks í Hallarmúla í dag.Vísir/EgillDaníel segir að Hafþór Helgason, framkvæmdastjóri Tölvuteks, svari alfarið fjölmiðlum varðandi tíðindin í dag. Von sé á tilkynningu frá fyrirtækinu en það verði þó líklega ekki fyrr en á morgun. Viðskiptavinir gráta margir hverjir lokunina á Facebook-síðu fyrirtækisins en aðrir eru ósáttir við þessa skyndilegu lokun hagsmuna sinna vegna. Óttast þeir um gjafabréf sín, vörur sem eru í viðgerð og fleira í þeim dúrnum. Því er beint til viðskiptavina fyrirtækisins í tilkynningu að starfsfólk Tölvuteks verði í símasambandi næstu daga við þá sem eiga tölvubúnað í viðgerð. Búnaðinum verði komið til þeirra viðskiptavina sem hann eiga. Þá sé verið að vinna í ábyrgðarmálum en ferli fyrir öll vörumerki í verslununum verður tilkynnt fljótlega.Skilaboð eru í glugga verslunarinnar.Vísir/Egill
Akureyri Neytendur Reykjavík Vinnumarkaður Tengdar fréttir Tölvutek hættir rekstri og lokar verslunum sínum Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu þar sem segir að lokunina megi rekja til "óviðráðanlegra ástæðna“. 24. júní 2019 11:08 Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Andri frá Origo til Ofar Viðskipti innlent Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Tölvutek hættir rekstri og lokar verslunum sínum Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu þar sem segir að lokunina megi rekja til "óviðráðanlegra ástæðna“. 24. júní 2019 11:08