Körfubolti

Lovísa komin heim í Hauka

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Lovísa handsalar samninginn í dag
Lovísa handsalar samninginn í dag vísir/óój
Lovísa Björt Henningsdóttir skrifaði í dag undir samning við Hauka um að spila með liðinu í Domino's deild kvenna í vetur.Lovísa, sem er uppalin hjá Haukum, hefur verið síðustu ár í háskólaboltanum í Bandaríkjunum þar sem hún spilaði með Marist háskólanum. Þar var hún með 7,6 stig að meðaltali í leik á lokaári sínu í skólanum. Við sama tilefni voru endurnýjaðir samningar við Þóru Kristínu Jónsdóttur, Evu Margréti Kristjánsdóttur, Sigrúnu Björgu Ólafsdóttur, Magdalenu Gísladóttur, Rósu Björk Pétursdóttur og Bríeti Lilju Sigurðardóttur.Haukar urðu Íslandsmeistarar vorið 2018 en náðu ekki að verja titilinn síðasta tímabil og enduðu þá í sjötta sæti deildarinnar.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.