Íslenski boltinn

Pedro: Jólin eru í desember

Einar Kárason skrifar
Pedro Hipolito er þjálfari ÍBV.
Pedro Hipolito er þjálfari ÍBV. vísir/bára

Pedro Hipolito, þjálfari ÍBV, sagði að sínir menn þurfa að fara hætta að gefa mörk og átta sig á því að jólin séu í desember, en ekki um mitt sumar.

Þetta sagði Portúgalinn eftir 3-2 tap gegn Víkingi í Mjólkurbikarnum þar sem ÍBV var með 2-0 forystu í hálfleik.

„Ég er mjög svekktur. Allir hljóta að vera svekktir,” sagði Pedro Hipolito, þjálfari ÍBV eftir leik.

„Við skorum 2 mörk í fyrri hálfleik og byrjun þann síðari vel. Þeir skapa ekki færi í síðari hálfleik en skora 3 mörk. Þetta er saga okkar þetta sumarið. Við spilum vel og stöndum jafnir gegn öllum liðum en bjóðum þeim að skora. Þetta var eins gegn Blikum. Ég sagði við þá í hálfleik að brjóta ekki, engar heimskulegar tæklingar, engin heimskuleg brot. En, sástu fyrstu 2 mörkin?”

„Við stoppum mjög gott lið frá því að spila. Þeir ná ekki að byggja upp eins og þeir vilja, en við gefum þeim mörk. Við erum fáliðaðir með takmarkaða möguleika. Miðjumennirnir okkar verða þreyttir og þá varð þetta erfitt.

„En þegar við gerum svona mistök viljum við ekkert úr leiknum. Það er mitt mat. Ef við tökum burt mörkin þeirra þá spiluðum við betur, en við töpuðum leiknum. Það eru einstaklingsmistök þarna. Það koma slæm augnablik í leiknum en annað hvort lærum við af þeim eða gefumst upp. Vonandi viljum við bæta okkur.”

„Leik eftir leik sýnum við gæði. Leik eftir leik gefum við mörk. Það eru ekki jól. Jólin eru í desember. Í öllum okkar leikjum eru jól. Við gefum mörk. Við verðum að hætta því. Það er ekki hægt að skora 2 mörk og tapa leikjum. Við höfum ekki efni á að gefa 2-3 mörk í leik. Þetta eru einstaklingsmistök sem við verðum að laga.”

Eyjamenn hafa ekki haft margar ástæður til að fagna upp á síðkastið og hafa úrslitin ekki verið þeim í dag. Spurður að því hvort þetta væri sálrænt og að pressan væri að segja til sín svaraði Pedro:

„Pressa? Hvaða pressa? Við lifum góðu lífi og fáum borgað fyrir að gera það sem okkur finnst skemmtilegt. Hvaða pressa? Hver einasti leikur er tækifæri til að breyta aðstæðum.”

„Ef mönnum líkar illa við að spila undir pressu þá skaltu hætta. Gefstu upp. Við finnum ekki fyrir þessari pressu,” sagði Pedro að lokum.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.