Innlent

Chris Burkard sló metið í WOW Cyclothon

Sylvía Hall skrifar
Burkard var alsæll þegar hann kom í mark.
Burkard var alsæll þegar hann kom í mark. Skjáskot
Bandaríkjamaðurinn og Bieber ljósmyndarinn Chris Burkard kom í mark í WOW Cyclothon nú rétt fyrir miðnætti. Hann lauk keppni á tímanum 52:36:19.

Burkard sló þannig fyrra met Eiríks Inga Jóhannssonar frá því í fyrra, sem var 56:12:40, um rúmar þrjár klukkustundir. Eiríkur þurfti að hætta keppni á miðvikudag vegna meiðsla sem hafa hrjáð hann í hné.

Chris stóð sig með eindæmum vel og kom hann mun fyrr í mark en skipuleggjendur áttu von á. Því þurfti að setja upp markið fyrr en áætlað var til þess að hann gæti lokið keppni með stæl.

Sjá einnig: Í beinni: WOW Cyclothon 2019

„Það voru regnbogar og fallegur vindur og svo allt í einu á suðurströndinni varð fjandinn laus,“ sagði Burkard þegar hann kom í mark.

„Ég hélt ég myndi fjúka á hliðina.“

Hann segir leyndarmálið vera að stoppa ekki. Hann nýtti sér meðvindinn og reyndi eins og hann gat að stoppa sem minnst.

„Ég var bara að segja við pissublöðruna mína að hún þyrfti bara að finna út úr þessu því ég ætlaði ekki að fara af hjólinu,“ sagði Burkard léttur í bragði.

Hér að neðan má sjá þegar Burkard kom í mark.


Tengdar fréttir

Rolluhópur stríddi ljósmyndara Bieber sem er langfyrstur

Bandaríski ljósmyndarinn og Íslandsvinurinn Chris Burkard er langfyrstur í keppni einstaklinga í WOW Cyclothon hjólreiðakeppninni. Rolluhópur stríddi honum þó aðeins núna í morgun og tafði hann líklega um einhverjar sekúndur.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.