Viðskipti innlent

Fjölga ferðum á milli Keflavíkur og Kaupmannahafnar í vetur

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Skandinavíska flugfélagið SAS boðar tíðari flugferðir til og frá Íslandi.
Skandinavíska flugfélagið SAS boðar tíðari flugferðir til og frá Íslandi. Vísir/getty

Skandinavíska flugfélagið SAS stefnir að því að fjölga áætlunarferðum á milli Keflavíkur og Kaupmannahafnar í vetur. Flugfélagið sækir í sig veðrið og hyggst bjóða upp á nærri daglegar brottfarir.

Þetta kemur fram í svari forsvarsmanna SAS við fyrirspurn blaðamanns Turista.is.

„Við erum glöð að sjá þennan virkilega góða áhuga á flugleiðinni,“ segir Mariam Skovfoged, blaðafulltrúi SAS.

Síðasta vetur flaug SAS á milli Íslands og Danmerkur þrisvar til fjórum sinnum í viku og því um mikla aukningu að ræða. Ætla má að aukningin sé sárabót þá sem sjá eftir lággjaldaflugfélaginu WOW Air sem varð gjaldþrota í lok mars og skildi eftir sig skarð á flugmarkaði.

Auk Kaupmannahafnarflugsins flýgur SAS á milli Íslands og höfuðborgar Noregs allt árið um kring. Í sumar stendur síðan til að fljúga á milli Keflavíkur og Stokkhólms.

Norska flugfélagið Norwegian tilkynnti í morgun að það hygðist hefja áætlunarflug á milli Íslands og Kanaríeyja í haust. Frá og með 30. október mun Norwegian fljúga tvisvar í viku frá Íslandi til Las Palmas og frá og með 27. október mun flugfélagið bjóða upp á flugferðir til Tenerife fimm sinnum í viku.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SJOVA
4,07
9
303.378
SYN
2,64
5
27.100
SKEL
2,23
11
194.125
TM
2,09
5
37.017
VIS
2,08
9
112.993

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HEIMA
-0,72
3
4.135
ORIGO
-0,56
2
2.001
KVIKA
0
5
43.093
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.