Erlent

Hermaður stöðvaði vopnaðan mann í Lyon

Andri Eysteinsson skrifar
Frá frönsku borginni Lyon
Frá frönsku borginni Lyon Getty/ Jeff Mitchell

Hermaður í frönsku borginni Lyon í Frakklandi stöðvaði í dag líklegan árásarmann sem ógnaði fólki og hermönnum með hníf í borginni rétt eftir hádegi. Reuters greinir frá.

Maðurinn herjaði á Desgenettes herspítalann og var hann stöðvaður með skoti í fótinn. Hermenn höfðu skipað manninum að láta sig hverfa en hann neitaði að fylgja skipunum hermannanna.

Reuters hefur það eftir Nicolas Jacquet, saksóknara Lyon-borgar, að rannsókn væri hafin á morðtilraun mannsins með hnífinn. „Eftir að hafa neitað skipunum notaði hermaður vopn sitt í eitt skipti,“ sagði Jacquet.

Maðurinn var færður á Edouard Herriot spítalann í Lyon en meiðsli hans eru ekki alvarleg.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.