Erlent

Hermaður stöðvaði vopnaðan mann í Lyon

Andri Eysteinsson skrifar
Frá frönsku borginni Lyon
Frá frönsku borginni Lyon Getty/ Jeff Mitchell
Hermaður í frönsku borginni Lyon í Frakklandi stöðvaði í dag líklegan árásarmann sem ógnaði fólki og hermönnum með hníf í borginni rétt eftir hádegi. Reuters greinir frá.Maðurinn herjaði á Desgenettes herspítalann og var hann stöðvaður með skoti í fótinn. Hermenn höfðu skipað manninum að láta sig hverfa en hann neitaði að fylgja skipunum hermannanna.Reuters hefur það eftir Nicolas Jacquet, saksóknara Lyon-borgar, að rannsókn væri hafin á morðtilraun mannsins með hnífinn. „Eftir að hafa neitað skipunum notaði hermaður vopn sitt í eitt skipti,“ sagði Jacquet.Maðurinn var færður á Edouard Herriot spítalann í Lyon en meiðsli hans eru ekki alvarleg.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.