Viðskipti innlent

Kortaþjónustan tapaði nærri 250 milljónum

Hörður Ægisson skrifar
Jakob Már Ásmundsson, forstjóri Kortaþjónustunnar.
Jakob Már Ásmundsson, forstjóri Kortaþjónustunnar. Fréttablaðið/Ernir

Tap af rekstri Kortaþjónustunnar, sem er að stærstum hluta í eigu Kviku banka, nam rúmlega 247 milljónum króna í fyrra borið saman við tap upp á 1.600 milljónir króna árið áður. Þetta kemur fram í samantekt Fjármálaeftirlitsins á ársreikningum allra fjármálafyrirtækja á árinu 2018.

Eigið fé færsluhirðingarfyrirtækisins í árslok 2018 nam tæplega 1.180 milljónum króna en heildareignir Kortaþjónustunnar voru samtals um 6.200 milljónir króna.

Í desember á síðasta ári, eins og upplýst var um í Markaðinum, var samþykkt á hluthafafundi félagsins að hækka hlutaféð um allt að 1.050 milljónir króna. Þar af greiddi Kvika banki tæplega 664 milljónir króna með því að breyta kröfum sínum á hendur Kortaþjónustunni, á grundvelli fimm skuldabréfa, í hlutafé.

Aðrir fjárfestar sem tóku þátt í hlutafjáraukningunni voru Jakob Ásmundsson, sem var á sama tíma ráðinn nýr forstjóri Kortaþjónustunnar, en hann lagði félaginu til um 80 milljónir í nýtt hlutafé. Aðrir þátttakendur voru meðal annars eldri hluthafar fyrirtækisins og fjárfestingafélagið Bull Hill Capital, sem er að mestu í eigu Aðalsteins Jóhannssonar, forstjóra Beringer Finance, svo dæmi séu nefnd.

Kortaþjónustan stóð sem kunnugt er frammi fyrir alvarlegum fjárhagsvanda í kjölfar greiðslustöðvunar breska flugfélagsins Monarch haustið 2017. Íslenska félagið var á meðal átta félaga sem sáu um færsluhirðingu fyrir Monarch. Í kjölfarið keyptu Kvika og hópur einkafjárfesta Kortaþjónustuna á eina krónu og lögðu félaginu um leið til nærri 1.500 milljónir í nýtt hlutafé.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
2,84
50
304.659
BRIM
0,9
4
13.951
REITIR
0,54
6
97.741
EIM
0,53
3
22.430
MAREL
0,49
15
329.308

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
-1,82
5
37.198
KVIKA
-1,49
6
94.217
ICESEA
-0,92
5
8.654
SYN
-0,91
3
26.200
HEIMA
-0,86
4
3.247
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.