Viðskipti innlent

Kortaþjónustan tapaði nærri 250 milljónum

Hörður Ægisson skrifar
Jakob Már Ásmundsson, forstjóri Kortaþjónustunnar.
Jakob Már Ásmundsson, forstjóri Kortaþjónustunnar. Fréttablaðið/Ernir
Tap af rekstri Kortaþjónustunnar, sem er að stærstum hluta í eigu Kviku banka, nam rúmlega 247 milljónum króna í fyrra borið saman við tap upp á 1.600 milljónir króna árið áður. Þetta kemur fram í samantekt Fjármálaeftirlitsins á ársreikningum allra fjármálafyrirtækja á árinu 2018.Eigið fé færsluhirðingarfyrirtækisins í árslok 2018 nam tæplega 1.180 milljónum króna en heildareignir Kortaþjónustunnar voru samtals um 6.200 milljónir króna.Í desember á síðasta ári, eins og upplýst var um í Markaðinum, var samþykkt á hluthafafundi félagsins að hækka hlutaféð um allt að 1.050 milljónir króna. Þar af greiddi Kvika banki tæplega 664 milljónir króna með því að breyta kröfum sínum á hendur Kortaþjónustunni, á grundvelli fimm skuldabréfa, í hlutafé.Aðrir fjárfestar sem tóku þátt í hlutafjáraukningunni voru Jakob Ásmundsson, sem var á sama tíma ráðinn nýr forstjóri Kortaþjónustunnar, en hann lagði félaginu til um 80 milljónir í nýtt hlutafé. Aðrir þátttakendur voru meðal annars eldri hluthafar fyrirtækisins og fjárfestingafélagið Bull Hill Capital, sem er að mestu í eigu Aðalsteins Jóhannssonar, forstjóra Beringer Finance, svo dæmi séu nefnd.Kortaþjónustan stóð sem kunnugt er frammi fyrir alvarlegum fjárhagsvanda í kjölfar greiðslustöðvunar breska flugfélagsins Monarch haustið 2017. Íslenska félagið var á meðal átta félaga sem sáu um færsluhirðingu fyrir Monarch. Í kjölfarið keyptu Kvika og hópur einkafjárfesta Kortaþjónustuna á eina krónu og lögðu félaginu um leið til nærri 1.500 milljónir í nýtt hlutafé.Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HEIMA
4,76
1
154
BRIM
1,82
7
315.738
REITIR
0,56
2
17.880
SJOVA
0,25
3
4.814
ORIGO
0,16
1
23

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-7,61
7
473
LEQ
-1,51
1
2.387
MAREL
-1,27
5
168.910
SYN
-0,41
1
244
ICESEA
0
1
18
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.