Viðskipti innlent

ISI ræður Kviku og Lex fyrir skráningu á aðalmarkað

Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar
Bjarni Ármannsson.
Bjarni Ármannsson. Iceland Seafood
Íslenska sjávarútvegsfyrirtækið Iceland Seafood International (ISI) hefur ráðið Kviku banka og lögmannsstofuna Lex sem ráðgjafa í tengslum við skráningu fyrirtækisins á aðalmarkað Kauphallarinnar.Þetta kom fram í kynningu Bjarna Ármannssonar, forstjóra ISI, á aðalfundi félagsins í síðustu viku en hann tók við forstjórastarfinu í byrjun árs. Stjórn ISI ákvað í lok síðasta árs að hefja undirbúning að skráningu á aðalmarkað Kauphallar Íslands árið 2019 en það hefur verið skráð á First North markað síðan maí árið 2016.Þá kemur fram í kynningunni að félagið stefni á að greiða árlega 20 til 40 prósent af hagnaði í arð til hluthafa og að stefnt verði að því að eiginfjárhlutfallið verði um 35 prósent innan þriggja ára.ISI hagnaðist um 5,8 milljónir evra á síðasta ári samanborið við 2,7 milljónir á árinu 2017. Sala félagsins nam 346 milljónum og jókst um 39 prósent frá fyrra ári. Á árinu keypti ISI tvö félög, Oceanpath og Icelandic Iberica.tfh

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
TM
4,09
11
228.139
REITIR
2,6
13
126.458
HAGA
2,36
10
74.495
EIK
2,21
8
59.491
VIS
2,18
10
316.007

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
0
6
1.275
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.