Viðskipti innlent

ISI ræður Kviku og Lex fyrir skráningu á aðalmarkað

Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar
Bjarni Ármannsson.
Bjarni Ármannsson. Iceland Seafood

Íslenska sjávarútvegsfyrirtækið Iceland Seafood International (ISI) hefur ráðið Kviku banka og lögmannsstofuna Lex sem ráðgjafa í tengslum við skráningu fyrirtækisins á aðalmarkað Kauphallarinnar.

Þetta kom fram í kynningu Bjarna Ármannssonar, forstjóra ISI, á aðalfundi félagsins í síðustu viku en hann tók við forstjórastarfinu í byrjun árs. Stjórn ISI ákvað í lok síðasta árs að hefja undirbúning að skráningu á aðalmarkað Kauphallar Íslands árið 2019 en það hefur verið skráð á First North markað síðan maí árið 2016.

Þá kemur fram í kynningunni að félagið stefni á að greiða árlega 20 til 40 prósent af hagnaði í arð til hluthafa og að stefnt verði að því að eiginfjárhlutfallið verði um 35 prósent innan þriggja ára.

ISI hagnaðist um 5,8 milljónir evra á síðasta ári samanborið við 2,7 milljónir á árinu 2017. Sala félagsins nam 346 milljónum og jókst um 39 prósent frá fyrra ári. Á árinu keypti ISI tvö félög, Oceanpath og Icelandic Iberica. tfhAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
2,84
50
304.659
BRIM
0,9
4
13.951
REITIR
0,54
6
97.741
EIM
0,53
3
22.430
MAREL
0,49
15
329.308

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
-1,82
5
37.198
KVIKA
-1,49
6
94.217
ICESEA
-0,92
5
8.654
SYN
-0,91
3
26.200
HEIMA
-0,86
4
3.247
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.