Viðskipti innlent

Lækka verð á bensínlítranum um 30 krónur

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Atlantsolía rekur 23 sjálfsafgreiðslustöðvar, sextán á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum og sjö á landsbyggðinni.
Atlantsolía rekur 23 sjálfsafgreiðslustöðvar, sextán á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum og sjö á landsbyggðinni. Fréttablaðið/Anton Brink
Atlantsolía lækkaði í dag verð á eldsneyti í rúmlega 211 krónur á lítrann á stöð sinn á Sprengisandi í Reykjavík. Er verðið nú á pari við það sem er á stöðinni í Kaplakrika. Verðið er tæpum tuttugu krónum lægra á lítrann en á þeim bensínstöðum sem bjóða upp á næstlægsta verðið.

Ekki þarf dælulykil frá Atlantsolíu til að fá verðið. Það stendur öllum viðskiptavinum til boða.

Á Sprengisandi og í Kaplakrika kostar bensínlítrinn nú 211,40 krónur og dísillítrinn 202 krónur, sem er tæpum 20 og 22 krónum lægra verð en á ódýrustu stöðvum hinna olíufélaganna. Hjá Costco er lítrinn um einni krónu lægri en hjá Atlantsolíu. Meðlimagjaldið hjá Costco er fimm þúsund krónur.

Viðskiptavinir Atlantsolíu fá áfram afslátt af eldsneyti með dælulykli á öllum öðrum stöðvum Atlantsolíu en í Kaplakrika og á Sprengisandi munu allir fá sama lága eldsneytisverðið, án afsláttar.

Atlantsolía rekur 23 sjálfsafgreiðslustöðvar, sextán á höfuðborgarsvæðinu og Suðurnesjum og sjö á landsbyggðinni.

„Viðtökurnar við verðlækkuninni í Kaplakrika hafa verið frábærar og nú tökum við næsta skref og bjóðum lægsta eldsneytisverð landsins án skilyrða á stöðinni okkar við Sprengisand,“ segir Rakel Björg Guðmundsdóttir, markaðsstjóri Atlantsolíu í fréttatilkynningu.

Viðskiptavinir Atlantsolíu fá áfram afslátt af eldsneyti með dælulykli á öllum öðrum stöðvum Atlantsolíu en í Kaplakrika og á Sprengisandi munu allir fá sama lága eldsneytisverðið, án afsláttar.

„Eins og á öllum stöðvunum okkar verður hægt að greiða með dælulyklinum eða greiðslukorti í Kaplakrika og á Sprengisandi, allt eftir því hvað fólki hentar. Og stöðvarnar okkar eru opnar allan sólarhringinn,“ segir Rakel Björg.

Hér má bera saman verð á bensíni og dísel á íslenskum bensínstöðvum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×