Handbolti

Álaborg náði í oddaleik

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Janus Daði Smárason í leik með íslenska landsliðinu
Janus Daði Smárason í leik með íslenska landsliðinu Vísir/Ernir

Álaborg jafnaði úrslitaeinvígið í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta með eins marks útisigri á GOG. Úrslitin munu því ráðast í oddaleik á heimavelli Álaborgar.

Gestirnir frá Álaborg unnu 32-31 sigur eftir að hafa verið 16-14 yfir í hálfleik. Það voru heimamenn sem voru með yfirhöndina í upphafi leiks og ekki fyrr en á 25. mínútu sem Álaborg náði að jafna og svo komast yfir.

Leikurinn var í járnum í seinni hálfleik. Um hann miðjann náði GOG upp smá forskoti en gestirnir voru fljótir að ná því niður og lokamínúturnar voru æsispennandi. Magnus Saugstrup skoraði sigurmarkið fyrir Álaborg á síðustu sekúndu leiksins.

Janus Daði Smárason skoraði eitt mark fyrir Álaborg í leiknum en var duglegur að búa til fyrir félaga sína og átti átta stoðsendingar. Ómar Ingi Magnússon var ekki í leikmannahóp Álaborgar en hann er að glíma við meiðsli.

Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði eitt mark fyrir GOG og átti eina stoðsendingu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.