Handbolti

Álaborg náði í oddaleik

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Janus Daði Smárason í leik með íslenska landsliðinu
Janus Daði Smárason í leik með íslenska landsliðinu Vísir/Ernir
Álaborg jafnaði úrslitaeinvígið í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta með eins marks útisigri á GOG. Úrslitin munu því ráðast í oddaleik á heimavelli Álaborgar.Gestirnir frá Álaborg unnu 32-31 sigur eftir að hafa verið 16-14 yfir í hálfleik. Það voru heimamenn sem voru með yfirhöndina í upphafi leiks og ekki fyrr en á 25. mínútu sem Álaborg náði að jafna og svo komast yfir.Leikurinn var í járnum í seinni hálfleik. Um hann miðjann náði GOG upp smá forskoti en gestirnir voru fljótir að ná því niður og lokamínúturnar voru æsispennandi. Magnus Saugstrup skoraði sigurmarkið fyrir Álaborg á síðustu sekúndu leiksins.Janus Daði Smárason skoraði eitt mark fyrir Álaborg í leiknum en var duglegur að búa til fyrir félaga sína og átti átta stoðsendingar. Ómar Ingi Magnússon var ekki í leikmannahóp Álaborgar en hann er að glíma við meiðsli.Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði eitt mark fyrir GOG og átti eina stoðsendingu.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.