Viðskipti innlent

KA-maður og Þórsari berjast um fyrstu pylsuna þegar Bæjarins beztu opna á Akur­eyri

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Mynd sem tekin var af vagninum þegar flutningarnir hófust norður í nótt.
Mynd sem tekin var af vagninum þegar flutningarnir hófust norður í nótt. guðrún kristmundsdóttir

Hallgrímur Jónasson, KA-maður, og Þórsarinn Jóhann Hannesson munu berjast um fyrstu pylsuna þegar Bæjarinz bestu pylsur opna í fyrsta sinn á Akureyri.

Staðurinn opnar á Ráðhústorginu klukkan 13 á morgun, laugardag, að sögn Guðrúnar Kristmundsdóttur, eiganda Bæjarins beztu.

Þetta er í fyrsta sinn sem Bæjarins beztu opna úti á landi en nokkrir staðir eru á höfuðborgarsvæðinu, þeirra þekktastur án efa vagninn í Tryggvagötu.

Guðrún segir að svipaður vagn hafi verið smíðaður fyrir staðinn og á Akureyri og var hann fluttur norður í nótt.

Barði Jónsson, Akureyringur, og fjölskylda kemur til með að reka staðinn.

„Hann hafði fyrst samband fyrir nokkrum árum þannig að þetta er búið að vera lengi í bígerð,“ segir Guðrún.

Opnunartíminn verður frá 11 til 20 og næturopnun um helgar.

„Við ætlum að halda þessu svolítið opnu og sjá hvernig þetta þróast, eins og við höfum gert með alla staðina okkar. Við höfum líka alltaf haft það þannig að þótt það sé ekki mikið að gera klukkan 11 á morgnana þá er þetta bara þjónusta sem er í boði,“ segir Guðrún.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
8,1
101
26.269
SYN
3,37
13
30.079
VIS
2,71
10
213.106
TM
1,89
8
172.054
ORIGO
1,67
11
21.114

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HAGA
-1,8
4
118.224
MAREL
-1,11
37
497.140
SIMINN
-0,64
9
201.477
ARION
-0,51
11
136.023
FESTI
-0,38
10
286.850
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.