Endurskoðuð fjármálastefna er fullbjartsýn að mati SA Ari Brynjólfsson skrifar 8. júní 2019 07:15 “Það er gert ráð fyrir að hallinn geti verið 0,4 prósent af landsframleiðslu, sem eru um 10 til 15 milljarðar. Við bendum á að afkoman í ár er 40 milljörðum lakari vegna breyttra efnahagsforsenda. Það blasir við að hagvaxtarspáin er í bjartsýnni kantinum og á sama tíma er svigrúmið ekki mikið.” Samtök atvinnulífsins telja endurskoðaða fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar 2018-2022 of bjartsýna. Stefnan er sú fjórða á fjórum árum, en rétt er að geta þess að fram fóru kosningar og skipt var um ríkisstjórn í millitíðinni. Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs SA, segir líklegt að leggja þurfi fram fimmtu fjármálastefnuna á næsta ári. „Þær hagvaxtarforsendur sem liggja að baki þessari endurskoðuðu fjármálastefnu byggja á því að það verði samdráttur í ár en síðan eigi hagkerfið að taka við sér á næsta ári. Þá verði 2,6 prósenta hagvöxtur. Við teljum einfaldlega að vegna óvissunnar í íslensku efnahagslífi og þess að við vitum ekki hver áhrifin verða, sé það fullbjartsýnt að áætla að viðsnúningurinn verði svona hraður.“ Fjármálastefnan byggir á uppfærðri hagvaxtarspá Hagstofunnar. Samkvæmt henni mun hagkerfið dragast saman um 0,2 prósent, sem er neikvæðasta breyting á hagvexti síðan 1988 að hruninu undanskildu. Það er þó gert ráð fyrir svigrúmi í fjármálastefnunni. „Það er fulllítið. Það er gert ráð fyrir að hallinn geti verið 0,4 prósent af landsframleiðslu, sem eru um 10 til 15 milljarðar. Við bendum á að afkoman í ár er 40 milljörðum lakari vegna breyttra efnahagsforsenda. Það blasir við að hagvaxtarspáin er í bjartsýnni kantinum og á sama tíma er svigrúmið ekki mikið,“ segir Ásdís. Ef svo fer munu stjórnvöld aftur þurfa að endurskoða fjármálastefnuna. „Gallinn við fjármálareglurnar sem miðað er við í dag er að þær taka ekki tillit til hagsveiflunnar,“ segir Ásdís. Telur hún best ef afkomuviðmið stjórnvalda væru miðuð út frá hagsveiflu. Þrátt fyrir að búið sé að greiða niður skuldir ríkisins hefði stefna síðustu ára þurft að vera aðhaldssamari að mati Ásdísar. „Miðað við stöðuna í dag þá teljum við að áherslurnar eigi að vera á að minnka umsvif hins opinbera,“ segir Ásdís. „Það er hægt með aukinni skilvirkni og hagræðingu. Þá um leið að skapa svigrúm til að lækka skatta á fyrirtæki og heimili. Skattar hækkuðu í síðustu niðursveiflu og hafa lítið lækkað í uppsveiflunni, þannig að nú er rétti tíminn til þess.“ Þar að auki sé svigrúm til fjárfestinga sem stjórnvöld hyggjast ráðast í. „Svo eru líka eignir sem ættu ekki að vera í eigu ríkisins,“ segir Ásdís. Má þar helst nefna Landsbankann, Íslandsbanka, Keflavíkurflugvöll og Íslandspóst fyrir utan þær tæplega þúsund fasteignir sem eru í eigu ríkisins. „Við hvetjum stjórnvöld til að selja þær eignir eins fljótt og auðið er.“ Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Mest lesið Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki Sjá meira
Samtök atvinnulífsins telja endurskoðaða fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar 2018-2022 of bjartsýna. Stefnan er sú fjórða á fjórum árum, en rétt er að geta þess að fram fóru kosningar og skipt var um ríkisstjórn í millitíðinni. Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs SA, segir líklegt að leggja þurfi fram fimmtu fjármálastefnuna á næsta ári. „Þær hagvaxtarforsendur sem liggja að baki þessari endurskoðuðu fjármálastefnu byggja á því að það verði samdráttur í ár en síðan eigi hagkerfið að taka við sér á næsta ári. Þá verði 2,6 prósenta hagvöxtur. Við teljum einfaldlega að vegna óvissunnar í íslensku efnahagslífi og þess að við vitum ekki hver áhrifin verða, sé það fullbjartsýnt að áætla að viðsnúningurinn verði svona hraður.“ Fjármálastefnan byggir á uppfærðri hagvaxtarspá Hagstofunnar. Samkvæmt henni mun hagkerfið dragast saman um 0,2 prósent, sem er neikvæðasta breyting á hagvexti síðan 1988 að hruninu undanskildu. Það er þó gert ráð fyrir svigrúmi í fjármálastefnunni. „Það er fulllítið. Það er gert ráð fyrir að hallinn geti verið 0,4 prósent af landsframleiðslu, sem eru um 10 til 15 milljarðar. Við bendum á að afkoman í ár er 40 milljörðum lakari vegna breyttra efnahagsforsenda. Það blasir við að hagvaxtarspáin er í bjartsýnni kantinum og á sama tíma er svigrúmið ekki mikið,“ segir Ásdís. Ef svo fer munu stjórnvöld aftur þurfa að endurskoða fjármálastefnuna. „Gallinn við fjármálareglurnar sem miðað er við í dag er að þær taka ekki tillit til hagsveiflunnar,“ segir Ásdís. Telur hún best ef afkomuviðmið stjórnvalda væru miðuð út frá hagsveiflu. Þrátt fyrir að búið sé að greiða niður skuldir ríkisins hefði stefna síðustu ára þurft að vera aðhaldssamari að mati Ásdísar. „Miðað við stöðuna í dag þá teljum við að áherslurnar eigi að vera á að minnka umsvif hins opinbera,“ segir Ásdís. „Það er hægt með aukinni skilvirkni og hagræðingu. Þá um leið að skapa svigrúm til að lækka skatta á fyrirtæki og heimili. Skattar hækkuðu í síðustu niðursveiflu og hafa lítið lækkað í uppsveiflunni, þannig að nú er rétti tíminn til þess.“ Þar að auki sé svigrúm til fjárfestinga sem stjórnvöld hyggjast ráðast í. „Svo eru líka eignir sem ættu ekki að vera í eigu ríkisins,“ segir Ásdís. Má þar helst nefna Landsbankann, Íslandsbanka, Keflavíkurflugvöll og Íslandspóst fyrir utan þær tæplega þúsund fasteignir sem eru í eigu ríkisins. „Við hvetjum stjórnvöld til að selja þær eignir eins fljótt og auðið er.“
Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Mest lesið Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Sjálfbærni og fjárhagslegur árangur haldast í hendur Framúrskarandi fyrirtæki Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki Sjá meira