Handbolti

Ágúst Elí og félagar fengu skell í öðrum leik úrslitanna

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ágúst Elí á æfingu með íslenska landsliðinu.
Ágúst Elí á æfingu með íslenska landsliðinu. vísir/getty

Allt er jafnt í úrslitaeinvíginu um sænska meistaratitilinn í handbolta þar sem Sävehof og Alingsås eigast við. Ágúst Elí Björgvinsson varði mark Sävehof.

Sävehof vann fyrsta leik liðanna en Alingsås jafnaði metin með sigri í öðrum leik liðanna í kvöld, 22-16.

Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik og Sävehof var meðal annars yfir 4-2 og svo 7-6. Ekki var mikið skorað í fyrri hálfleik og staðan í hálfleik var 9-8 fyrir Alingsås.

Þeir stigu svo enn frekar á bensíngjöfina í síðari hálfleik og hertu tökin en Ágúst og félagar gáfu eftir. Lokatölur 22-16.

Næsti leikur liðanna er á föstudagskvöldið en þá mætast liðin á nýjan leik á heimavelli Alingsås. Vinna þarf þrjá leiki til að tryggja sér titilinn.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.