Handbolti

Patrekur: Kem aftur seinna með sömu greiðslu og aðeins eldri

Arnar Helgi Magnússon skrifar
Patrekur í stuði í kvöld.
Patrekur í stuði í kvöld. vísir/vilhelm
„Þetta er yndisleg tilfinning,“ voru fyrstu viðbrögð Patreks Jóhannessonar, þjálfara Selfoss, eftir að hafa tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í handbolta í kvöld.

 

Lokatölur á Selfossi urðu 35-25 en Selfyssingar völtuðu gjörsamlega yfir Haukana sem að sáu aldrei til solar í leiknum.

 

„Þetta er bara magnað. Það er geggjað að geta tekið þátt í þessu og unnið þetta með þessu fólki sem er hérna í húsinu, það gerir mig stoltan.

 

Patrekur segir að liðsheildin hafi skilað þessum titli. Sama hvort að það hafi verið stuðningsmenn, leikmenn eða sjálfboðaliðar.

 

„Við vorum sprækari í fótunum og í kollinum en Haukarnir í kvöld. Við tókum loksins þetta skref og tókum þennan stóra titil. Við erum alltaf að læra og við vorum andlega sterkir í dag. Við í þjálfarateyminu vorum mjög samstíga í þessi tvö ár og þetta er bara pússluspil. Þórir Hergeirsson hjálpaði mér mikið, Jóhann Ingi Gunnarsson er með okkur líka. Það eru svo margir sem eru búnir að hjálpa mér og okkur. “

 

„Þessir gæjar eru sigurvegarar þó svo að við höfum ekki alltaf unnið titil. Mér leið vel frá fyrsta degi að vinna með þeim og ég á eftir að sakna þeirra. Þetta er fínn endir. “

 

Patrekur Jóhannesson er að yfirgefa liðið til þess að taka við danska liðinu Skjern. Elvar Örn Jónsson mun fylgja honum þangað.

 

„Núna er ég bara aðeins að fara til útlanda og vonandi verð ég lengi hjá Skjern. Síðan kem ég bara til baka seinna, með sömu greiðsluna en kannski aðeins eldri, “ sagði Patrekur að lokum.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.