Ráðfærði sig ekki áður við formanninn Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 23. maí 2019 06:00 Sigríður Benediktsdóttir, hagfræðingur við Yale-háskóla Sigríður Benediktsdóttir, hagfræðingur við Yale-háskóla og bankaráðsmaður í Landsbankanum, ráðfærði sig ekki við formann bankaráðs áður en hún samþykkti að taka við formennsku í hæfisnefnd, sem á að meta hæfi þeirra sem sóttu um embætti seðlabankastjóra. Þetta staðfesti hún í samtali við Markaðinn í gær. Markaðurinn greindi frá því í gær að samkvæmt heimildum gætti óánægju innan Landsbankans með skipan Sigríðar í nefndina, ekki hvað síst að hún hefði samþykkt að taka starfið að sér án þess að bera það fyrst undir formann bankaráðs. Sigríður segir í samtali við Fréttablaðið að hún hafi tilkynnt Helgu Eiríksdóttur, formanni bankaráðs, um skipunina um 2-3 tímum áður en hún var gerð opinber. „Þar af leiðandi hafði hún meira en nægan tíma til að láta mig vita ef henni þætti þetta vera í andstöðu við hlutverk mitt í bankaráði. Það er regluvörður sem á í raun að samþykkja þetta en á hinn bóginn, þar sem hún er formaður, þá tel ég eðlilegt að hún hefði mátt koma með sín sjónarmið ef einhver voru og þau voru engin á þeim tímapunkti,“ segir Sigríður. „Mér þótti mjög, mjög mikilvægt að tilkynna Helgu áður en þetta yrði gert opinbert til þess að gefa henni færi á að koma fram með sín sjónarmið. Ég tel að ég hefði getað breytt um stefnu áður en þetta var gert opinbert. Ef hún hefði sett sig á móti þessu á einhvern hátt þá hefði ég tekið þau sjónarmið mjög gild.“ Spurð hvort venjan sé að upplýsa formann bankaráðs um mál af þessu tagi áður en ákvarðanir eru teknar segist Sigríður ekki vita til þess að reglur kveði á um það. Fréttablaðið hefur öruggar heimildir fyrir því að venjan sé sú að slíkt sé ávallt gert. Þá segir Sigríður að enginn bankaráðsfundur hafi átt sér stað eftir skipunina. Bankaráð eigi í tölvupóstsamskiptum á milli funda en engar athugasemdir vegna málsins hafi borist henni í þeim samskiptum. Í frétt Markaðarins kom einnig fram að tveir umsækjendur um starf seðlabankastjóra hefðu skilað inn formlegri kvörtun vegna skipunar Sigríðar. Umsækjendurnir gagnrýna að Sigríður leiði hæfisnefndina á sama tíma og hún sé í bankaráði Landsbankans enda eigi bankinn, sem stærsti viðskiptavinur Seðlabanka Íslands, verulegra hagsmuna að gæta sem snýr að ýmsum ákvörðunum Seðlabankans.Hvernig bregstu við þessari gagnrýni? „Ég vil taka fram að þetta er hæfisnefnd þar sem ég met hæfi umsækjenda með tveimur öðrum nefndarmönnum. Hæfismatið er leiðbeinandi en ekki ráðgefandi. Ráðherra er sá sem á endanum velur seðlabankastjóra. Að sjálfsögðu sé ég vankanta á þessu en ég sit í bankaráði fyrir hönd ríkisins og þetta var vitað. Þetta kom ekki ljós eftir að ákvörðunin var tekin,“ segir Sigríður. Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Seðlabankinn Tengdar fréttir Kvarta undan skipan Sigríðar í hæfisnefnd Tveir umsækjendur um starf seðlabankastjóra hafa kvartað vegna skipunar Sigríðar Benediktsdóttur í hæfisnefnd. Telja hana vanhæfa vegna setu í bankaráði Landsbankans. Bar ákvörðunina ekki undir formann bankaráðs. 22. maí 2019 06:00 Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Sjá meira
Sigríður Benediktsdóttir, hagfræðingur við Yale-háskóla og bankaráðsmaður í Landsbankanum, ráðfærði sig ekki við formann bankaráðs áður en hún samþykkti að taka við formennsku í hæfisnefnd, sem á að meta hæfi þeirra sem sóttu um embætti seðlabankastjóra. Þetta staðfesti hún í samtali við Markaðinn í gær. Markaðurinn greindi frá því í gær að samkvæmt heimildum gætti óánægju innan Landsbankans með skipan Sigríðar í nefndina, ekki hvað síst að hún hefði samþykkt að taka starfið að sér án þess að bera það fyrst undir formann bankaráðs. Sigríður segir í samtali við Fréttablaðið að hún hafi tilkynnt Helgu Eiríksdóttur, formanni bankaráðs, um skipunina um 2-3 tímum áður en hún var gerð opinber. „Þar af leiðandi hafði hún meira en nægan tíma til að láta mig vita ef henni þætti þetta vera í andstöðu við hlutverk mitt í bankaráði. Það er regluvörður sem á í raun að samþykkja þetta en á hinn bóginn, þar sem hún er formaður, þá tel ég eðlilegt að hún hefði mátt koma með sín sjónarmið ef einhver voru og þau voru engin á þeim tímapunkti,“ segir Sigríður. „Mér þótti mjög, mjög mikilvægt að tilkynna Helgu áður en þetta yrði gert opinbert til þess að gefa henni færi á að koma fram með sín sjónarmið. Ég tel að ég hefði getað breytt um stefnu áður en þetta var gert opinbert. Ef hún hefði sett sig á móti þessu á einhvern hátt þá hefði ég tekið þau sjónarmið mjög gild.“ Spurð hvort venjan sé að upplýsa formann bankaráðs um mál af þessu tagi áður en ákvarðanir eru teknar segist Sigríður ekki vita til þess að reglur kveði á um það. Fréttablaðið hefur öruggar heimildir fyrir því að venjan sé sú að slíkt sé ávallt gert. Þá segir Sigríður að enginn bankaráðsfundur hafi átt sér stað eftir skipunina. Bankaráð eigi í tölvupóstsamskiptum á milli funda en engar athugasemdir vegna málsins hafi borist henni í þeim samskiptum. Í frétt Markaðarins kom einnig fram að tveir umsækjendur um starf seðlabankastjóra hefðu skilað inn formlegri kvörtun vegna skipunar Sigríðar. Umsækjendurnir gagnrýna að Sigríður leiði hæfisnefndina á sama tíma og hún sé í bankaráði Landsbankans enda eigi bankinn, sem stærsti viðskiptavinur Seðlabanka Íslands, verulegra hagsmuna að gæta sem snýr að ýmsum ákvörðunum Seðlabankans.Hvernig bregstu við þessari gagnrýni? „Ég vil taka fram að þetta er hæfisnefnd þar sem ég met hæfi umsækjenda með tveimur öðrum nefndarmönnum. Hæfismatið er leiðbeinandi en ekki ráðgefandi. Ráðherra er sá sem á endanum velur seðlabankastjóra. Að sjálfsögðu sé ég vankanta á þessu en ég sit í bankaráði fyrir hönd ríkisins og þetta var vitað. Þetta kom ekki ljós eftir að ákvörðunin var tekin,“ segir Sigríður.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Seðlabankinn Tengdar fréttir Kvarta undan skipan Sigríðar í hæfisnefnd Tveir umsækjendur um starf seðlabankastjóra hafa kvartað vegna skipunar Sigríðar Benediktsdóttur í hæfisnefnd. Telja hana vanhæfa vegna setu í bankaráði Landsbankans. Bar ákvörðunina ekki undir formann bankaráðs. 22. maí 2019 06:00 Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Sjá meira
Kvarta undan skipan Sigríðar í hæfisnefnd Tveir umsækjendur um starf seðlabankastjóra hafa kvartað vegna skipunar Sigríðar Benediktsdóttur í hæfisnefnd. Telja hana vanhæfa vegna setu í bankaráði Landsbankans. Bar ákvörðunina ekki undir formann bankaráðs. 22. maí 2019 06:00
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent