Körfubolti

„Good-mund-son“ æfir með Utah Jazz í dag

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jón Axel Guðmundsson.
Jón Axel Guðmundsson. Getty/ Mitchell Leff

Grindvíkingurinn Jón Axel Guðmundsson heldur áfram að flakka á milli NBA-liðanna í Bandaríkjunum en hann er að kynna sig fyrir liðunum fyrir nýliðaval NBA-deildarinnar í næsta mánuði.

Jón Axel var hjá Sacramento Kings á dögunum og nú er komið að liði Utah Jazz. Jón Axel var kynntur á samfélagsmiðlum Utah Jazz sem einn af sex leikmönnum sem æfa með Utah Jazz í dag.

Jón Axel er kynntur með þeim skilaboðum að nafnið hans sé borið fram „Good-mund-son“ en svo er að sjá hvort að fréttist eitthvað meira að frammistöðu hans.Jón Axel hefur staðið sig frábærlega með Davidson liðinu í háskólaboltanum undanfarin ár en í vetur var hann meðal annars kosinn besti leikmaður Atlantic 10 deildarinnar eftir að hafa skilað 16,9 stigum, 7,3 fráköstum og 4,8 stoðsendingum að meðaltali í leik.

Jón Axel hefur spilað 98 leiki með Davidson á þremur árum og er með 1266 stig (12,9 í leik), 572 fráköst (5,8), 438 stoðsendingar (4,5) og 160 þriggja stiga körfur (1,6) í þeim.

Steph Curry spilaði 70 leiki með Davidson á tveimur árum (2006-2008) og var með 1661 stig (23,7), 322 fráköst (4,6), 199 stoðsendingar (2,8) og 284 þriggja stiga körfur (4,0) í þeim.

Walt Perrin, yfirmaður leikmannamála hjá Utah Jazz, sagði að liðið sé ekki að skoða leikmenn sem eru líklegir til að vera valdir í fyrstu umferðinni heldur að reyna að finna menn sem eiga möguleika að vaxa og dafna í framtíðini.

„Við erum að skoða leikmenn sem við gætum valið númer 53 eða leikmenn sem gætu spilað með okkur í Sumardeildinni eða byrjað hjá G-deildarliðinu okkar í Salt Lake City Stars,“ sagði Walt Perrin eins og sjá má hér fyrir neðan.  
NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.