Handbolti

Balingen skrefi nær úrvalsdeildinni eftir enn einn stórleik Odds

Anton Ingi Leifsson skrifar
Oddur hefur gert frábæra hluti með Balingen.
Oddur hefur gert frábæra hluti með Balingen. vísir/getty
Balingen vann mikilvægan fjögurra marka sigur á TV Emsdetten, 27-23, í þýsku B-deildinni í kvöld en Balingen var tveimur mörkum yfir í hálfleik, 15-13.

Oddur Grétarsson fór á kostum, enn eina ferðina, en hann skoraði tólf mörk í kvöld og var markahæsti leikmaður vallarins.

Balingen er því með 57 stig á toppi deildarinnar og tapi Coburg á morgun er liðið komið upp í þýsku úrvalsdeildina. Annars getur Balingen tryggt sig upp um næstu helgi.

Sigtryggur Daði Rúnarsson skoraði tvö mörk er VfL Lübeck-Schwartau vann sigur á HSV Hamburg, 25-24, í spennutrylli en Aron Rafn Eðvarðsson er á meiðslalistanum hjá HSV.

Lübeck-Schwartau er í fimmta sæti deildarinnar en Hamburg er í því ellefta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×