Handbolti

Balingen skrefi nær úrvalsdeildinni eftir enn einn stórleik Odds

Anton Ingi Leifsson skrifar
Oddur hefur gert frábæra hluti með Balingen.
Oddur hefur gert frábæra hluti með Balingen. vísir/getty

Balingen vann mikilvægan fjögurra marka sigur á TV Emsdetten, 27-23, í þýsku B-deildinni í kvöld en Balingen var tveimur mörkum yfir í hálfleik, 15-13.

Oddur Grétarsson fór á kostum, enn eina ferðina, en hann skoraði tólf mörk í kvöld og var markahæsti leikmaður vallarins.

Balingen er því með 57 stig á toppi deildarinnar og tapi Coburg á morgun er liðið komið upp í þýsku úrvalsdeildina. Annars getur Balingen tryggt sig upp um næstu helgi.

Sigtryggur Daði Rúnarsson skoraði tvö mörk er VfL Lübeck-Schwartau vann sigur á HSV Hamburg, 25-24, í spennutrylli en Aron Rafn Eðvarðsson er á meiðslalistanum hjá HSV.

Lübeck-Schwartau er í fimmta sæti deildarinnar en Hamburg er í því ellefta.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.