Loks tilfinningar Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 25. maí 2019 07:30 Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur tilkynnt afsögn. Hún mun þó sitja þar til í sumar þegar nýr leiðtogi Íhaldsflokksins verður valinn. May hélt stutta ræðu í Downing-stræti við tilefnið, og felldi tár. Segja má að þar hafi hún látið skína í tilfinningar í fyrsta skipti í embættistíð sinni, en hún hefur legið undir ámæli fyrir vélræna framkomu. Kannski hefði hún mátt sýna þessa hlið oftar í embættistíð sinni. Líklegt er að May verði minnst sem einhvers versta forsætisráðherra í sögu Bretlands. Eftir hana liggur í raun sáralítið áþreifanlegt, annað en ítrekaðar tilraunir til að fá Brexit-samning sinn samþykktan í þinginu. Í þrígang var hann felldur, og þegar hún ætlaði að reyna í enn eitt skiptið var henni endanlega sparkað úr embætti. Saga May er kannski staðfesting á því að stjórnmálamenn þurfa að hafa eitthvað meira til brunns að bera en klækina eina saman. Samnemendur hennar úr háskóla segja að strax þá hafi hún verið ákveðin í að verða forsætisráðherra. Hátterni hennar síðar bendir líka til þess. Hún var tryggur flokkshestur Íhaldsflokksins og forðaðist að taka afstöðu í umdeildum málum. Í aðdraganda Brexit-atkvæðagreiðslunnar tók May enga afstöðu fyrr en á lokametrunum. Hún vildi engan styggja ef ske kynni að hún ætti möguleika á forsætisráðherraembættinu að kosningu lokinni. Sú varð raunin. May las stöðuna rétt en gallinn var sá að þegar í Downing-stræti var komið reyndist hún algerlega erindislaus. Slíkt kann ekki góðri lukku að stýra til lengri tíma. Því er þó ekki hægt að neita að May hefur reynst þrjóskari en karlinn í neðra. Hún gafst ekki upp á því að reyna að koma samningi sínum gegnum þingið. Þar hafði hún sennilega á réttu að standa. Útganga án samnings væri versta mögulega niðurstaðan fyrir Breta, og samningur May hefði allavega komið í veg fyrir það. Hvert skal haldið nú? Boris Johnson þykir líklegastur til að hreppa embættið, en fyrst þarf hann að komast gegnum valferli Íhaldsflokksins. Þar hafa oft óvæntir hlutir gerst. Þingmenn, sem velja leiðtogann, eru ekki jafn hrifnir af Johnson og hinn almenni kjósandi. Johnson er vissulega stærri persónuleiki en May, en er að sama skapi enn meiri tækifærissinni. Í aðdraganda Brexit las hann stöðuna svo að hagsmunum hans væri best borgið með því að styðja útgöngu. Ekki er gott að segja hver líklegasta niðurstaðan er. Nýr forsætisráðherra mun þurfa að vinna með þinginu en þar hefur allt stoppað hingað til. Möguleikarnir eru þrír: samningur um útgöngu, önnur atkvæðagreiðsla eða útganga án samnings. Við skulum vona fyrir hönd Breta að Johnson, eða hver sem tekur við, muni ekki leiða þá samningslausa úr sambandinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur tilkynnt afsögn. Hún mun þó sitja þar til í sumar þegar nýr leiðtogi Íhaldsflokksins verður valinn. May hélt stutta ræðu í Downing-stræti við tilefnið, og felldi tár. Segja má að þar hafi hún látið skína í tilfinningar í fyrsta skipti í embættistíð sinni, en hún hefur legið undir ámæli fyrir vélræna framkomu. Kannski hefði hún mátt sýna þessa hlið oftar í embættistíð sinni. Líklegt er að May verði minnst sem einhvers versta forsætisráðherra í sögu Bretlands. Eftir hana liggur í raun sáralítið áþreifanlegt, annað en ítrekaðar tilraunir til að fá Brexit-samning sinn samþykktan í þinginu. Í þrígang var hann felldur, og þegar hún ætlaði að reyna í enn eitt skiptið var henni endanlega sparkað úr embætti. Saga May er kannski staðfesting á því að stjórnmálamenn þurfa að hafa eitthvað meira til brunns að bera en klækina eina saman. Samnemendur hennar úr háskóla segja að strax þá hafi hún verið ákveðin í að verða forsætisráðherra. Hátterni hennar síðar bendir líka til þess. Hún var tryggur flokkshestur Íhaldsflokksins og forðaðist að taka afstöðu í umdeildum málum. Í aðdraganda Brexit-atkvæðagreiðslunnar tók May enga afstöðu fyrr en á lokametrunum. Hún vildi engan styggja ef ske kynni að hún ætti möguleika á forsætisráðherraembættinu að kosningu lokinni. Sú varð raunin. May las stöðuna rétt en gallinn var sá að þegar í Downing-stræti var komið reyndist hún algerlega erindislaus. Slíkt kann ekki góðri lukku að stýra til lengri tíma. Því er þó ekki hægt að neita að May hefur reynst þrjóskari en karlinn í neðra. Hún gafst ekki upp á því að reyna að koma samningi sínum gegnum þingið. Þar hafði hún sennilega á réttu að standa. Útganga án samnings væri versta mögulega niðurstaðan fyrir Breta, og samningur May hefði allavega komið í veg fyrir það. Hvert skal haldið nú? Boris Johnson þykir líklegastur til að hreppa embættið, en fyrst þarf hann að komast gegnum valferli Íhaldsflokksins. Þar hafa oft óvæntir hlutir gerst. Þingmenn, sem velja leiðtogann, eru ekki jafn hrifnir af Johnson og hinn almenni kjósandi. Johnson er vissulega stærri persónuleiki en May, en er að sama skapi enn meiri tækifærissinni. Í aðdraganda Brexit las hann stöðuna svo að hagsmunum hans væri best borgið með því að styðja útgöngu. Ekki er gott að segja hver líklegasta niðurstaðan er. Nýr forsætisráðherra mun þurfa að vinna með þinginu en þar hefur allt stoppað hingað til. Möguleikarnir eru þrír: samningur um útgöngu, önnur atkvæðagreiðsla eða útganga án samnings. Við skulum vona fyrir hönd Breta að Johnson, eða hver sem tekur við, muni ekki leiða þá samningslausa úr sambandinu.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun