Trans maður rakar sig í fyrsta skipti í auglýsingu frá Gillette Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar 26. maí 2019 22:05 Gillette Rakstursvöru fyrirtækið Gillette birti nýja auglýsingu á fimmtudag sem sýnir það þegar trans maður rakar sig í fyrsta skiptið með hjálp föður síns. Myndbandið sýnir Samson Brown og pabba hans, sem kennir honum að raka sig. „Hvenær sem er, hvar sem er, hvernig sem það gerist – fyrsti raksturinn þinn er einstakur,“ var yfirskrift myndbandsins. Samson segir í myndbandinu: „Ég er á þeim stað í manndómi mínum þar sem ég er í rauninni hamingjusamur. Það er ekki bara ég sem er að breytast, heldur eru allir í kring um mig að breytast.“ „Takk kærlega Gillette,“ skrifaði Samson í athugasemd við nýju auglýsinguna. „Fyrir að leyfa mér að deila svona mikilvægu augnabliki í lífi karlmanns með föður mínum.“ „Ég hlakka til frábæru hlutanna sem þið munuð halda áfram að gera til að hvetja okkur til að vera besta útgáfan af sjálfum okkur.“ „Takk fyrir að deila sögu þinni, Samson!“ svaraði Gillette. „Við erum mjög ánægð að hafa fengið að sýna þetta einstaka augnablik sem þið pabbi þinn deilduð og erum stolt að hafa unnið með þér.“ „Takk fyrir hugrekki þitt og sjálfstraust til að deila vegferð þinni að því að verða besta útgáfan af sjálfum þér!“ skrifuðu þau.Samson Brown rakar sig í fyrsta skiptið.skjáskotGillette greip athygli heimsins fyrr á árinu þegar þau birtu stuttmynd sem fjallaði um eitraða karlmennsku og tók skýra afstöðu til Me Too byltingarinnar. „Að leggja í einelti. Að áreita,“ skrifaði Gillette í yfirskrift myndbands á YouTube. „Er þetta það besta sem maður getur verið?“ „Það er aðeins með því að skora á sjálfa okkur til að gera meira sem við komumst nær því að vera besta útgáfan af sjálfum okkur. Að segja það rétta, að gera það rétta,“ bættu þau við. Margir hrósuðu fyrirtækinu fyrir frumkvæðið en stór hópur einstaklinga var óánægður og taldi fyrirtækið vera of pólitískt. Þessi hópur fólks fór að nota myllumerkið #BoycottGillette, sem þýðist sem „sniðgöngum Gillette“ og sögðust aldrei ætla að kaupa vörur fyrirtækisins aftur. Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Upplifa oft von í fyrsta sinn á Vík Lífið samstarf Grillað nachos fyrir partíið og pallinn í góða veðrinu Lífið samstarf Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Fleiri fréttir Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Sjá meira
Rakstursvöru fyrirtækið Gillette birti nýja auglýsingu á fimmtudag sem sýnir það þegar trans maður rakar sig í fyrsta skiptið með hjálp föður síns. Myndbandið sýnir Samson Brown og pabba hans, sem kennir honum að raka sig. „Hvenær sem er, hvar sem er, hvernig sem það gerist – fyrsti raksturinn þinn er einstakur,“ var yfirskrift myndbandsins. Samson segir í myndbandinu: „Ég er á þeim stað í manndómi mínum þar sem ég er í rauninni hamingjusamur. Það er ekki bara ég sem er að breytast, heldur eru allir í kring um mig að breytast.“ „Takk kærlega Gillette,“ skrifaði Samson í athugasemd við nýju auglýsinguna. „Fyrir að leyfa mér að deila svona mikilvægu augnabliki í lífi karlmanns með föður mínum.“ „Ég hlakka til frábæru hlutanna sem þið munuð halda áfram að gera til að hvetja okkur til að vera besta útgáfan af sjálfum okkur.“ „Takk fyrir að deila sögu þinni, Samson!“ svaraði Gillette. „Við erum mjög ánægð að hafa fengið að sýna þetta einstaka augnablik sem þið pabbi þinn deilduð og erum stolt að hafa unnið með þér.“ „Takk fyrir hugrekki þitt og sjálfstraust til að deila vegferð þinni að því að verða besta útgáfan af sjálfum þér!“ skrifuðu þau.Samson Brown rakar sig í fyrsta skiptið.skjáskotGillette greip athygli heimsins fyrr á árinu þegar þau birtu stuttmynd sem fjallaði um eitraða karlmennsku og tók skýra afstöðu til Me Too byltingarinnar. „Að leggja í einelti. Að áreita,“ skrifaði Gillette í yfirskrift myndbands á YouTube. „Er þetta það besta sem maður getur verið?“ „Það er aðeins með því að skora á sjálfa okkur til að gera meira sem við komumst nær því að vera besta útgáfan af sjálfum okkur. Að segja það rétta, að gera það rétta,“ bættu þau við. Margir hrósuðu fyrirtækinu fyrir frumkvæðið en stór hópur einstaklinga var óánægður og taldi fyrirtækið vera of pólitískt. Þessi hópur fólks fór að nota myllumerkið #BoycottGillette, sem þýðist sem „sniðgöngum Gillette“ og sögðust aldrei ætla að kaupa vörur fyrirtækisins aftur.
Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Upplifa oft von í fyrsta sinn á Vík Lífið samstarf Grillað nachos fyrir partíið og pallinn í góða veðrinu Lífið samstarf Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Fleiri fréttir Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Sjá meira