Lífið kynningar

Litríkur laugardagur í Laugardalnum

The Color Run kynnir
JóiPé og Króli skemmta þáttakendum í Color Run litahlaupinu á laugardaginn.
JóiPé og Króli skemmta þáttakendum í Color Run litahlaupinu á laugardaginn.

Næstkomandi laugardagur verður litríkur í Laugardalnum þegar The Color Run litahlaupið fer fram. Aðeins nokkur hundruð miðar eru óseldir en gert er ráð fyrir að 8.000 manns taki þátt í skemmtuninni.

Litahlaupið er 5 km löng skemmtun fyrir alla fjölskylduna þar sem þátttakendur eru litaðir með litapúðri eftir hvern kílómetra. Við endamarkið verður mikil fjölskylduskemmtun með litapúðursprengingum.

Upplifunin aðal málið

The Color Run er ein stærsta viðburðasería í heimi, haldin í meira en 300 borgum í yfir 40 löndum víðsvegar um heiminn. Ólíkt flestum öðrum hlaupum snýst The Color Run ekki um að koma í mark á sem skemmstum tíma heldur að njóta upplifunar litahlaupsins. Þátttakendur hefja hlaupið í hvítum bol en verða í öllum regnbogans litum þegar endamarkinu er náð.

Hlaupið hefst og endar á grassvæðinu gengt Glæsibæ og opnar viðburðarsvæðið kl. 9.00, upphitun hefst kl. 9.30, Friðrik Dór stígur á svið kl. 10.15 og fyrstu hlauparar ræstir af stað kl. 11.00 og svo ræst í nokkur hundruð manna hópum á þriggja mínútna fresti.

Litabombupartý með JóaPé og Króla

Mikil fjölskylduskemmtun með tilheyrandi litadýrð verður í Laugardalnum að hlaupi loknu með ýmsum skemmtiatriðum. JóiPé og Króli skemmta þátttakendum í litabombupartýinu ásamt plötusnúðnum Kidda Bigfoot. Kynnar og gleðigjafar verða Siggi Hlö og Eva Ruza eins og undanfarin ár.

Miðahafar eru hvattir til að sækja hlaupagögn sín í The Color Run búðina sem verður opin í verslun Hagkaup í Smáralind frá miðvikudegi til föstudags. Opnunartími verður frá kl. 10 til 19 á miðvikudag, 12 til 18 á fimmtudag (Uppstigningardag) og 10 til 19 á föstudag.

Allar nánari upplýsingar um hlaupið má finna á vefsíðunni www.thecolorrun.is

Þessi kynning er unnin í samstarfi við The Color Run.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.