Handbolti

Björgvin enn út í kuldanum hjá Guðmundi

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Björgvin Páll þarf að berja sér leið aftur inn í landsliðið.
Björgvin Páll þarf að berja sér leið aftur inn í landsliðið. vísir/eyþór
Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, valdi í dag æfingahóp fyrir komandi leiki í undankeppni EM.Ísland spilar við Grikkland ytra þann 12. júní og fjórum dögum síðar tekur liðið á móti Tyrkjum í Laugardalshöll.Guðmundur valdi 19 manna æfingahóp og mesta athygli vekur að hann heldur markvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson er enn út í kuldanum. Aron Rafn Eðvarðsson var ekki heldur valinn en hann er meiddur og gat ekki gefið kost á sér.Nýkrýndi Íslandsmeistarinn Atli Ævar Ingólfsson er svo í hópnum í fyrsta sinn síðan árið 2017.Hópurinn:Markmenn:

Ágúst Elí Björgvinsson, IK Sävehof (27/0)

Grétar Ari Guðjónsson, Haukar (7/0)

Viktor Gísli Hallgrímsson, Fram (4/0)Vinstra horn:

Bjarki Már Elísson, Füchse Berlin (59/125)

Guðjón Valur Sigurðsson, Rhein-Neckar Lowen (354/1844)Vinstri skytta:

Aron Pálmarsson, Barcelona (137/537)

Ólafur Guðmundsson, IFK Kristianstad (111/206)Leikstjórnendur:

Haukar Þrastarson, Selfoss (8/9)

Elvar Örn Jónsson, Selfoss (22/68)

Janus Daði Smárason, Aalborg (33/39)Hægri skytta:

Ómar Ingi Magnússon, Aalborg (46/129)

Teitur Einarsson, IFK Kristianstad (14/10)Hægra horn:

Arnór Þór Gunnarsson, Bergischer HC (103/296)

Sigvaldi Guðjónsson, Elverum (16/29)Línumenn:

Arnar Freyr Arnarsson, IFK Kristianstad (44/65)

Atli Ævar Ingólfsson, Selfoss (11/10)

Ýmir Örn Gíslason, Valur (29/14)Varnarmenn:

Daníel Þór Ingason, Haukar (28/9)

Ólafur Gústafsson, KIF Kolding (41/48)

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.