Körfubolti

Gjörbreyttur leikmaður eftir fæðingu sonarins

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Fred VanVleet.
Fred VanVleet. Getty/Gregory Shamus
Frammistaða Fred VanVleet í úrslitum Austurdeildarinnar átti mikinn þátt í því að Toronto Raptors er komið í lokaúrslit NBA-deildarinnar í fyrsta sinn.Það vissu kannski ekki allir hver þessi 25 ára bakvörður væri fyrir þessa úrslitakeppni enda er hann einn af nokkrum góðum liðsmönnum í liði Toronto Raptors.Frammistaða hans í síðustu þremur leikjum Toronto Raptors hefur hins vegar ýtt honum upp á stjörnuvagninn.Fred VanVleet virðist hreinlega vera gjörbreyttur leikmaður eftir fæðingu sonarins. Fred Jr. fæddist 20. maí síðastliðinn og síðan hefur pabbinn verið á miklu flugi.Eftir að Fred yngri kom í heiminn hefur Fred VanVleet farið úr því að skora 4 stig í leik og hitta úr 20 prósent þriggja stiga skota sinna í það að skora 16,0 stig í leik og hitta úr 82 prósent þriggja stiga skota sinna.Fred VanVleet skoraði 14 þrista úr aðeins 17 tilraunum í þessum þremur síðustu leikjum og hefur með því hjálpað til að opna völlinn fyrir Kawhi Leonard.Fred VanVleet lék í fjögur ár með Wichita State í háskólaboltanum en var ekki valinn í nýliðavalinu 2016.

Hann fékk að taka þátt í sumardeildinni með Toronto Raptors og vann sér sæti í liðinu.Þetta er hans þriðja tímabil með Raptors og hann hefur hækkað tölfræði sína á hverju ári. Í vetur var hann með 11,0 stig og 4,8 stoðsendingar að meðaltali í deildinni.Fyrsti leikur Toronto Raptors og Golden State Warriors í úrslitaeinvíginu fer fram á heimavelli Toronto Raptors aðra nótt.

NBAFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.