Handbolti

Tólf marka stórleikur Arnórs

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Arnór Þór Gunnarsson
Arnór Þór Gunnarsson vísir/DHB
Arnór Þór Gunnarsson fór á kostum í liði Bergischer sem hafði betur gegn Minden í næst síðustu umferð þýsku Bundesligunnar í handbolta.Arnór var langmarkahæstur í liði Bergischer með 12 mörk í 35-32 sigrinum. Gestirnir í Bergischer höfðu verið 15-20 yfir í hálfleik.Auk þess átti Arnór þrjár stoðsendingar á liðsfélaga sína.Guðjón Valur Sigurðsson var á meðal markahæstu manna í liði Rhein-Neckar Löwen sem tapaði fyrir Die Eulen Ludwigshafen 26-29.Guðjón skoraði fimm mörk líkt og Patrick Groetzki.Lærisveinar Aðalsteins Eyjólfssonar í Erlangen töpuðu með einu marki, 24-25, fyrir Melsungen.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.