Blindgata Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 11. maí 2019 07:45 Fjölmiðlafrumvarpið margboðaða liggur nú fyrir í endanlegri mynd frá menntamálaráðherra og er til skoðunar í herbúðum samstarfsflokkanna í ríkisstjórn. Nánast engar breytingar hafa orðið á frumvarpinu eftir yfirlestur ráðherrans á umsögnum hagsmunaaðila, sem mikil vinna var lögð í. Frumvarpið er því sem fyrr hvorki fugl né fiskur. Þó hefur verið bætt inn ákvæði um endurgreiðslu 5,15% af þeim launakostnaði sem fellur í lægra skattþrep. Hið opinbera virðist með því ætla að egna gildru fyrir útgefendur til að festa blaðamannastéttina enn frekar í sessi sem láglaunastétt. Erfitt er að átta sig á hvernig á að laða ungt, vel menntað og efnilegt fólk að starfi á fjölmiðlum, og þar með vandaðri blaðamennsku. Hin viðbótin er sú að bætt hefur verið inn klausu um stöðu RÚV á markaði. Tekið er fram að athuga eigi hvort breyta skuli tekjuuppbyggingu RÚV, og þar á meðal hvort draga skuli úr umsvifum á auglýsingamarkaði eða að fjármögnun verði aðeins byggð á opinberum fjármunum. Þá segir að stefnt sé að því að ljúka þeirri athugun fyrir árslok þegar samningur RÚV og ráðuneytisins um fjölmiðlaþjónustu í almannaþágu rennur út. Margt bendir til að þessi viðbót sé einungis til málamynda, og til að kasta litlu beini til markaðsaðila sem margir kvörtuðu undan ægivaldi RÚV á markaði í umsögnum sínum. Sporin hræða í þeim efnum. Stjórnvöld hafa í áratugi lofað aðgerðum vegna RÚV en ekkert verið um efndir þegar til kastanna hefur komið. Hvernig má það líka vera að ráðherra virðist fyrst nú vera að huga að stöðu RÚV á markaði – örfáum mánuðum áður en þjónustusamningur milli ríkis og stofnunar rennur út? Ástæðan er auðvitað sú að menntamálaráðherra ætlar að renna á rassinn með málið. Rétt eins og fyrirrennarar hennar. Frumvarp ráðherra er haldið sömu göllum og í öndverðu. Í því felst engin aðstoð við stóru miðlana sem þó halda uppi metnaðarfullum einkareknum fréttastofum í almannaþjónustu sem bera nafn með rentu. Sú starfsemi mun leggjast af verði ekkert að gert, og því bendir flest til þess að ráðherra fljóti sofandi að feigðarósi. Menntamálaráðherra hefur eytt stórum hluta af embættistíma sínum í frumvarp sem hvorki er fugl né fiskur. Það mun engin áhrif hafa á starfsemi á þessum markaði önnur en þau að hvetja til stofnunar ofgnóttar örmiðla. Þar hefur hins vegar verið mikil gróska undanfarin ár og ekkert sem bendir til að ríkisaðstoð þurfi til að hjálpa enn frekar til. Tíma ráðherrans hefði betur verið varið í eitthvað annað og uppbyggilegra. Fjölmiðlafrumvarp sem ekki tekur á stöðu RÚV öðruvísi en með almennt orðaðri neðanmálsgrein til málamynda ber ekki nafn með rentu. RÚV mun taka til sín um 7 milljarða á þessu ári séu auglýsingatekjur taldar með. Fjölmiðlar þurfa ekki frekari ölmusu. Annaðhvort á að endurúthluta þeim fjármunum sem renna til RÚV eða sleppa þessu alveg. Þessi blanda endar í blindgötu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Fjölmiðlafrumvarpið margboðaða liggur nú fyrir í endanlegri mynd frá menntamálaráðherra og er til skoðunar í herbúðum samstarfsflokkanna í ríkisstjórn. Nánast engar breytingar hafa orðið á frumvarpinu eftir yfirlestur ráðherrans á umsögnum hagsmunaaðila, sem mikil vinna var lögð í. Frumvarpið er því sem fyrr hvorki fugl né fiskur. Þó hefur verið bætt inn ákvæði um endurgreiðslu 5,15% af þeim launakostnaði sem fellur í lægra skattþrep. Hið opinbera virðist með því ætla að egna gildru fyrir útgefendur til að festa blaðamannastéttina enn frekar í sessi sem láglaunastétt. Erfitt er að átta sig á hvernig á að laða ungt, vel menntað og efnilegt fólk að starfi á fjölmiðlum, og þar með vandaðri blaðamennsku. Hin viðbótin er sú að bætt hefur verið inn klausu um stöðu RÚV á markaði. Tekið er fram að athuga eigi hvort breyta skuli tekjuuppbyggingu RÚV, og þar á meðal hvort draga skuli úr umsvifum á auglýsingamarkaði eða að fjármögnun verði aðeins byggð á opinberum fjármunum. Þá segir að stefnt sé að því að ljúka þeirri athugun fyrir árslok þegar samningur RÚV og ráðuneytisins um fjölmiðlaþjónustu í almannaþágu rennur út. Margt bendir til að þessi viðbót sé einungis til málamynda, og til að kasta litlu beini til markaðsaðila sem margir kvörtuðu undan ægivaldi RÚV á markaði í umsögnum sínum. Sporin hræða í þeim efnum. Stjórnvöld hafa í áratugi lofað aðgerðum vegna RÚV en ekkert verið um efndir þegar til kastanna hefur komið. Hvernig má það líka vera að ráðherra virðist fyrst nú vera að huga að stöðu RÚV á markaði – örfáum mánuðum áður en þjónustusamningur milli ríkis og stofnunar rennur út? Ástæðan er auðvitað sú að menntamálaráðherra ætlar að renna á rassinn með málið. Rétt eins og fyrirrennarar hennar. Frumvarp ráðherra er haldið sömu göllum og í öndverðu. Í því felst engin aðstoð við stóru miðlana sem þó halda uppi metnaðarfullum einkareknum fréttastofum í almannaþjónustu sem bera nafn með rentu. Sú starfsemi mun leggjast af verði ekkert að gert, og því bendir flest til þess að ráðherra fljóti sofandi að feigðarósi. Menntamálaráðherra hefur eytt stórum hluta af embættistíma sínum í frumvarp sem hvorki er fugl né fiskur. Það mun engin áhrif hafa á starfsemi á þessum markaði önnur en þau að hvetja til stofnunar ofgnóttar örmiðla. Þar hefur hins vegar verið mikil gróska undanfarin ár og ekkert sem bendir til að ríkisaðstoð þurfi til að hjálpa enn frekar til. Tíma ráðherrans hefði betur verið varið í eitthvað annað og uppbyggilegra. Fjölmiðlafrumvarp sem ekki tekur á stöðu RÚV öðruvísi en með almennt orðaðri neðanmálsgrein til málamynda ber ekki nafn með rentu. RÚV mun taka til sín um 7 milljarða á þessu ári séu auglýsingatekjur taldar með. Fjölmiðlar þurfa ekki frekari ölmusu. Annaðhvort á að endurúthluta þeim fjármunum sem renna til RÚV eða sleppa þessu alveg. Þessi blanda endar í blindgötu.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun